Forseti framkvæmdastjórnar ESB líkir sambandinu við heimsveldi

“Við erum mjög sérstök smíði sem er einstök í mannkynssögunni. Stundum líki ég Evrópusambandinu sem sköpunarverki við skipulag heimsveldis. Við búum yfir stærð heimsveldis.” Þannig mælti José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi þann 17. júlí sl.

Heimild:
Barroso hails the European ’empire’ (Telegraph.co.uk 18/07/07)

{youtubejw}c2Ralocq9uE{/youtubejw} 

Fjársvik innan ESB kosta 123 milljónir króna hvern virkan dag

Breska dagblaðið The Daily Express greindi frá því í gær að fjársvik í stjórnkerfi Evrópusambandsins kostaði skattgreiðendur innan þess meira en eina milljón punda hvern virkan dag, eða sem samsvarar um 123 milljónum íslenskra króna, samkvæmt tölum frá framkvæmdastjórn sambandsins.

“Evrópusambandið heldur áfram að tapa háum fjárhæðum vegna fjársvika. Ef þeir sem ráða ferðinni í fjármálum sambandsins væru við stjórnvölinn á venjulegu fyrirtæki hefðu þeir verið látnir taka pokann sinn fyrir löngu. Evrópusambandið þarf á róttækum umbótum að halda, ekki sífellt meiri völd. Ekki hefur verið gengið frá bókhaldi smbandsins sl. 12 ár og ný vandamál virðast koma upp á yfirborðið í hverjum mánuði,” sagði Neil O’Brien, framkvæmdastjóri bresku hugveitunnar Open Europe, af því tilefni.

Heimildir:
EU fraud costs £1million a day (Daily Express 10/07/07)
EU fraud costs £1 million a day (Open Europe 10/07/07)
EU budget black hole (Daniel Hannan 09/07/07)

Hvað er Heimssýn?

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.