Nýtt þorskastríð verður háð í Brussel

Nýtt þorskastríð er framundan fyrir Íslendinga að sögn skoska dagblaðsins The Inverness Courier sem að þessu sinni verður háð í fundarherbergjum í Brussel en ekki á hafi úti. Ástæðan er umsókn íslenskra stjórnvalda um inngöngu í Evrópusambandið og sú staðreynd að ríki framselja yfirstjórn sjávarútvegsmála sinna til sambandsins þegar þau ganga í það.

Segir í skoska dagblaðinu að sjávarútvegsurinn verði vafalítið hindrun í inngönguferli Íslands enda séu fiskimiðin við Ísland eins mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf og þau hafi alltaf verið og það að þurfa að opna þau fyrir fiskiskipum frá ríkjum innan Evrópusambandsins valdi Íslendingum miklum áhyggjum. Það sé táknrænt að eini íslenski ráðherrann sem greitt hafi atkvæði gegn umsókninni sé ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála.

Fram kemur í blaðinu að skoskir sjómenn og útgerðarmenn, sem lengi hafa haft horn í síðu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, ætli að fylgjast grannt með því hvernig Íslendingum reiðir af í viðræðum um sjávarútvegsmál vegna inngöngu í sambandið. Haft er eftir Struan Stevenson, þingmanni Skoska íhaldsflokksins, að gefi Evrópusambandið Íslandi eitthvað eftir frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins muni Bretar krefjast þess sama.

Heimildir:
Next ‘Cod War’ will be fought in Brussels (Inverness-courier.co.uk 18/08/09)
Nýtt þorskastríð háð í Brussel (Fréttablaðið 29/08/09)

Tengt efni:
Íslendingar geta ekki setið einir að fiskimiðum sínum
Evrópusambandið styrkir útgerðir sem stunda ofveiði
Segir Íslendinga þurfa að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna
Spánverjar ætla sér að komast í íslensk fiskimið
Viðurkennir að yfirráðin yfir fiskimiðunum töpuðust
Íslenskar auðlindir mikilvægar fyrir ESB
Trúa Íslendingar á jólasveininn?!?
„Ekki gera sömu mistök og við gerðum!“
Evrópusambandið hefur lokaorðið

 

Íslendingar geta ekki setið einir að fiskimiðum sínum

Diego López Garrido, Evrópumálaráðherra Spánar, telur Íslendingum ekki stætt á því að útiloka aðrar þjóðir frá fiskimiðum sínum eða útgerðarfyrirtækjum þegar til lengri tíma sé litið gangi þeir í Evrópusambandið. Þetta kom fram í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gærkvöld en þar ræddi Kristinn R. Ólafsson, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Madríd, við ráðherrann.

Prentaða útgáfu viðtalsins á íslensku má nálgast hér.

Heimild:
Spánn: Íslendingum í ESB ekki stætt á að útiloka aðrar þjóðir frá miðunum (Amx.is 31/07/09)

Tengt efni:
Evrópusambandið styrkir útgerðir sem stunda ofveiði
Segir Íslendinga þurfa að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna
Spánverjar ætla sér að komast í íslensk fiskimið
Viðurkennir að yfirráðin yfir fiskimiðunum töpuðust
Íslenskar auðlindir mikilvægar fyrir ESB
Trúa Íslendingar á jólasveininn?!?
„Ekki gera sömu mistök og við gerðum!“
Evrópusambandið hefur lokaorðið

Evrópusambandið gagnrýnt fyrir að reka „áróðursvél“

Sænska hugveitan Timbro sendi frá sér skýrslu nýverið þar sem Evrópusambandið er harðlega gagnrýnt fyrir að hafa í gegnum tíðina farið langt út fyrir það sem kallast geti eðlileg og sanngjörn upplýsingamiðlun og hafa þess í stað skapað áróðursvél. Í skýrslunni segir m.a.: „Evrópusambandið hefur á kostnað skattgreiðenda með virkum hætti hvatt til aukins samruna innan sambandsins og komið í veg fyrir frjálsa umræðu um framtíð þess og þannig farið út fyrir mörk þess sem getur talist til eðlilegra samskipta.“

Fram kemur í skýrslu Timbro að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ráðstafi á ári hverju fjármunum langt umfram þær 213 milljónir evra sem henni er úthlutað til samskiptamála. Fjármunirnir fara í verkefni eins og útvarpsstöðvar og vefsíður styrktar af sambandinu. Mikið af þessum fjármunum fari ennfremur til frjálsra félagasamtaka sem eru hlynnt Evrópusambandinu sem og ýmis konar áróður í skólstofnunum innan sambandsins.

Heimild:
Swedish think-tank denounces EU ‘propaganda’ (Euobserver.com 29/07/09)

 

Íslendingar varaðir við ESB-aðild

Fulltrúar Dana, Norðmanna, Svía og Finna á Norrænum Fólksríkisdegi vara Íslendinga eindregið við að ganga Evrópusambandinu á hönd. Þetta kom glöggt fram í umræðum á fyrsta degi hins árlega málþings sem að þessu sinni var haldið um verslunarmannahelgina í Ydby á Norður Jótlandi. Setningaræðu þingsins flutti Bjarni Harðarson bóksali og fulltrúi samtakanna Heimssýnar á Íslandi.

Bjarni rakti í ræðu sinni aðdraganda þess að Ísland sótti um aðild að ESB nú í sumar og ræddi meðal annars um þá þverstæðu að stór hluti þeirra þingmanna sem studdu tillöguna hafi um leið lýst andstöðu við aðild Íslands að ESB.

Í umræðum á þinginu vöktu fulltrúar hinna Norðurlandanna athygli á að samningagerð við ESB væri ótraust þar sem sambandið hefði í öllum tilvikum möguleika á að breyta innihaldi þeirra með einhliða ákvörðun eftir á. Slík væri reynsla þeirra Norðurlanda sem þegar væru innan ESB og sömuleiðis ríkti innan landanna það andrúmsloft að andstaða við ESB aðild væri allt að því óleyfileg skoðun sem gæti hvenær sem er orðið þeim sem henni héldi fram fótakefli í starfsframa, áhrifum og almennri velgengni hvort sem er innan hins opinbera geira eða í einkageiranum.

Þá bentu norskir fulltrúar á þinginu á að Ísland gæti aldrei samið um varanlega eigin stjórn fiskveiðilögsögu sinnar, ekki frekar en Norðmenn en þar í landi hafa stjórnvöld tvisvar lagt aðildarsamning fyrir þjóðaratkvæði. Jafnvel þó svo að samið væri um sérákvæði væri sá möguleiki fyrir hendi að þeim samningsákvæðum yrði breytt með úrskurði dómstóla eða breyttu regluverki ESB líkt og gerst hefði í samningum við Breta.

Mauri Nygaard frá Finnlandi fjallaði um áhrif myntsamstarfs ESB á finnskt efnahagslíf en Finnland hefur eitt Norðurlandanna tekið evruna upp. Nú þegar kreppir að væru framleiðslustörf að flytjast í stórum stíl frá Finnlandi til Svíþjóðar þar sem gengi evrunnar héldist enn hátt meðan sænska krónan væri lág. Þá taldi Mauri að ávinningur af stöðugleika evrunnar væri umdeilanlegur enda hefði sveifla hennar gagnvart dollar á síðustu 10 árum verið veruleg.

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum
www.heimssyn.is

Meirihluti Íslendinga andvígur inngöngu í Evrópusambandið

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir útgáfufélagið Andríki eru 48,5% Íslendinga andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 34,7% henni hlynnt. 16,9% sögðust ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu eru 58,3% andsnúin inngöngu en 41,7% henni fylgjandi.

Síðast voru birtar niðurstöður sambærilegrar könnunar í byrjun maí sl. þegar Capacent Gallup kannaði afstöðu landsmanna fyrir Ríkisútvarpið. Þá voru 38,7% á móti inngöngu en 39% studdu hana. Samkvæmt því hefur stuðningur við inngöngu dregist saman um rúm 4% en andstaðan hefur að sama skapi aukist um tæp 10%.

Einni var spurt að þessu sinni um afstöðu til þjóðaratkvæðis vegna umsóknar um inngöngu í Evrópusambandið og sögðust 60,9% vilja slíka atkvæðagreiðslu en 29,2% voru því andvíg. 9,9% tóku ekki afstöðu. Þetta er í samræmi við fyrri kannanir um sama efni. Mikill meirihluti vill slíka atkvæðagreiðslu þó ríkisstjórnin hafi hafnað því. Skoðanakönnunin var gerð dagana 16. til 27. júlí sl., úrtakið var 1273 manns og svarhlutfallið 56,3%.

Þess má geta að þessi spurning er í raun sú sem mestu máli skiptir nú þegar ríkisstjórnin hefur ákveðið með naumum meirihluta á þingi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Þá er það vitanlega afstaðan til inngöngunnar sem fyrst og fremst skiptir máli.

Heimild:
Andríki.is 05/08/09

 

Evrópusambandið styrkir útgerðir sem stunda ofveiði

Fjallað var um það á Morgunblaðsvefnum 31. júlí sl. að Evrópusambandið hafi í gegnum tíðina styrkt útgerð fiskiskipa sem veiða ofveiddar tegundur og eins skipa sem stunda ólöglegar veiðar. Þetta kæmi fram í úttekt á fiskveiðistuðningi sambandsins á árunum 2000-2006 samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins Danmarks Radio. Haft var eftir Michael Veds, upplýsingafulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Danmörku, að erfitt væri að komast hjá þessu þar eð 80% af fiskistofnum í lögsögu sambandsins væru ofveiddir.

Þá þykir ýmislegt að ráðstöfun styrkja sem Danmörk hefur fengið frá ESB. Um 16 milljónir danskra króna (392 milljónir ÍKR) sem greiddar voru í styrki virðast hafa horfið. Peningarnir áttu að fara í að styrkja útflutning á dönskum fiskiskipum til annarra landa. Samkvæmt dönskum yfirvöldum hafa engir styrkir verið greiddir til þess. Enginn veit hvert peningarnir fóru, hvort þeir lentu í röngum vösum eða hvort um er að ræða bókhaldsvillu. Úttektin byggir á skýrslu frá óháðu samtökunum The Pew Charitable Trust og fyrirtækinu Kaas og Mulvad.

Heimild:
ESB styrkti ofveiði á fiski (Mbl.is 31/07/09)

Tengt efni:
Segir Íslendinga þurfa að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna
Spánverjar ætla sér að komast í íslensk fiskimið
Viðurkennir að yfirráðin yfir fiskimiðunum töpuðust
Íslenskar auðlindir mikilvægar fyrir ESB
Trúa Íslendingar á jólasveininn?!?
„Ekki gera sömu mistök og við gerðum!“
Evrópusambandið hefur lokaorðið

Segir Íslendinga þurfa að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna

„Landinu er mjög umhugað að byggja upp þorskstofnana sem eru mikilvægur þáttur í hagkerfi þess. Stofnarnir kunna að vera að ná sér á strik en það verður gríðarleg andstaða við að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna í samræmi við sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í færslu sem Michael Berendt, fyrrum embættismaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ritaði á bloggsíðu sína 27. júlí sl. í tilefni af umsókn Íslands um inngöngu í sambandið.

Berendt segir að sjávarútvegsmálin séu jafnvel enn viðkvæmari í ljósi þess að Íslendingar stunda enn hvalveiðar en Evrópusambandið leggur blátt banmn við slíkum veiðum. Hann minnist ennfremur á að fiskimiðin við Ísland hafi ekki aðeins mikið efnahagslegt gildi fyrir Íslendinga heldur einnig tilfinningalegt eftir þorskastríðin við Breta. Berendt fer ekki fallegum orðum um sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins og segir hana einfaldlega hörmulega.

Berendt fjallar síðan um möguleika Íslendinga á að taka upp evru og segir mjög á brattan að sækja í þeim efnum og jafnvel erfiðara en fyrir Ungverjaland og Eystrasaltslöndin sem gengu í Evrópusambandið árið 2004 og hefur síðan gengið afar erfiðlega að uppfylla skilyrði þess að taka upp evru.

Heimild:
Iceland’s path to EU membership may be a rocky one

Tengt efni:
Spánverjar ætla sér að komast í íslensk fiskimið
Viðurkennir að yfirráðin yfir fiskimiðunum töpuðust
Íslenskar auðlindir mikilvægar fyrir ESB
Trúa Íslendingar á jólasveininn?!?
„Ekki gera sömu mistök og við gerðum!“
Evrópusambandið hefur lokaorðið