Fullveldisfagnaðurinn 1. desember

Minnum allt áhugafólk um fullveldi Íslands á fullveldisfagnað Heimssýnar í Salnum í Kópavogi 1. desember kl. 17-19.

Ræðumenn verða:

  • Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar og alþingismaður
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður og
  • Guðni Ágústsson fv. ráðherra og formaður Framsóknarflokksins

Fífilbrekkuhópurinn frumflytur verk Atla Heimis Sveinssonar um Gunnarshólma.

Allir velkomnir! 

130 nýir félagar í Heimssýn frá aðalfundi

130 nýir félagar hafa skráð sig í Heimssýn frá því á sunndag, þegar aðalfundur Heimssýnar var haldinn. Heimssýn er greinilega í mikilli sókn eins og þessar tölur gefa til kynna og haldi fram sem horfir er stutt í að félagatala í Heimssýn hafi fjórfaldast á árinu.

NÝ STJÓRN HEIMSSÝNAR

Á aðalfundi Heimssýnar 15. nóvember síðastliðinn var kosin ný stjórn samkvæmt breyttum lögum hreyfingarinnar. Stjórnin mun koma saman fljótlega og velja níu manna framkvæmdastjórn úr sínum röðum. Formaður og varaformaður voru kosnir sér og eru: Ásmundur Einar Daðason alþingismaður, formaður og Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur, varaformaður. Stjórnina skipa:

Anna Ólafsdóttir Björnsson Jón Árni Bragason
Atli Gíslason Jón Baldur Lorange
Árni Þór Árnason Karólína Einarsdóttir
Benedikt G. Guðmundsson Kolbrún Stefánsdóttir
Birna Lárusdóttir Már Mixa
Bjarni Harðarson Ólafur Hannesson
Brynja Björg Halldórsdóttir. Ólína Arnkelsdóttir
Egill Jóhannsson Páll Vilhjálmsson
Erlendur Magnússon Pétur Blöndal
Frosti Sigurjónsson Ragnar Arnalds
Grímur Arnarson Ragnar Sær Ragnarsson
Guðni Ágústsson Reynir Jóhannesson
Gunnar Dofri Ólafsson. Sigurður Kári Kristjánsson
Haraldur Hansson Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir
Hjörtur Guðmundsson Stefán Jóhann Stefánsson
Hrönn Sigurðardóttir Styrmir Gunnarsson
Hugrún Guðmundsdóttir Valgerður Kristjánsdóttir
Hörður Guðbrandsson Vilborg Hansen
Hörður Gunnarsson Þorvaldur Þorvaldsson
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir Þórhallur Heimisson
Jakob Kristinsson  

 

Heimssýn á Suðurnesjum stofnað

Stofnfundur Heimssýnar á Suðurnesjum var haldinn á Hótel Keflavík, þriðjudaginn 10. nóvember. Framsögur fluttu Atli Gíslason og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmenn Suðurkjördæmis. Fundarstjóri var Páll Vilhjálmsson. Um 20-30 manns sóttu fundinn og voru umræður líflegar að loknum framsöguræðum.

Á stofnfundinum var stjórn kjörin. Í fyrstu stjórn félagsins á Suðurnesjum sitja eftirtaldir:

– Ingólfur Ólafsson

– Björk Guðjónsdóttir

– Reynir Sigurðsson

Varastjórn:

– Guðrún Þorsteinsdóttir

– Agnar Sigurbjörnsson

 

Nýr formaður Heimssýnar

AsmundurÁsmundur Einar Daðason, alþingismaður, var á aðalfundi félagsins kosinn formaður. Ragnar Arnalds ákvað að sækjast ekki eftir formannsembætti Heimssýnar eftir 7 ára setu, eða frá stofnun félagsins. Nýr varaformaður er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögfræðingur. Á fundinum var jafnframt ný stjórn kosin og ný lög sett.

Fleiri aðalfundarfréttir munu birtast hér á vefnum á næstu dögum. En við minnum á að fréttir eru einnig birtar á Facebook síðu félagsins: http://facebook.com/heimssyn

AÐALFUNDUR – 15. NÓVEMBER

Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn í sal Þjóðminjasafnssins Sunnudaginn 15. nóvember kl. 13:30 og lýkur kl. 17:00. Á fundinum flytja ávörp Ragnar Arnalds, formaður, Styrmir Gunnarsson, Frosti Sigurjónsson, Brynja Björg Halldórsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Gerð verður grein fyrir starfsemi samtakanna á liðnu starfsári og fjallað um næstu skref. Tillaga liggur frammi um breytingu á lögum samtakanna sem hægt er að kynna sér nánar í fundarboði.

Félagar í Heimssýn eru nú orðnir liðlega 1600 talsins. Út um allt land hafa verið stofnuð svæðisfélög sem stýra baráttunni gegn ESB-aðild hvert á sínu svæði. Á aðalfundinum er stefna næsta starfsárs mótuð og félagar eru hvattir til að mæta, taka þátt í umræðum og starfinu framundan. Aldrei hefur verið brýnna en nú að leggja baráttunni gegn aðild Ísland að ESB lið.

Stjórn Heimssýnar.

Mikill meirihluti gegn inngöngu í ESB samkvæmt nýrri skoðanakönnun

Enn ein skoðanakönnunin hefur nú verið gerð sem sýnir mikinn meirihluta Íslendinga andvígan því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni eru 54% andvíg inngöngu í sambandið en minna en þriðjungur henni hlynntur eða 29%. 17% tóku ekki afstöðu. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti eru 65% andsnúin inngöngu en 35% henni hlynnt.

Þetta er þriðja skoðanakönnunin í röð sem sýnir mikinn meirihluta Íslendinga andvíg inngöngu í Evrópusambandið. Hér að neðan má sjá niðurstöður þessara þriggja kannana bornar saman:

Capacent 4. ágúst: 
Nei 48,5%
Já 34,7%

Capacent 15. september: 
Nei 50,2% 
Já 32,7%

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst 5. nóvember:
Nei 54%
Já 29%

Skoðanakönnunin var gerð fyrir Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst fyrir Stöð 2 og var framkvæmd dagana 26. september til 4. október. Úrtakið var 859 manns og var svarhlutfallið 65%.

Heimild:
Könnun: ESB yrði kolfellt í kosningum (Vísir.is 05/11/09)

Fundaröð Heimssýnar: Húsavík – Blönduósi – Suðurnesjum

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum heldur fundi á þremur stöðum á landinu á næstunni. Sjaldan hefur umræðan um Evrópusambandið, aðildarumsókn Íslands og sjálfstæði landsins verið brýnni en einmitt nú. Fundirnir verða sem hér segir:

Húsavík, laugardaginn 7. nóvember 2009 kl. 11 f.h. í sal stéttarfélaganna. Ávörp flytja: Ásta Svavarsdóttir kennari og Kristján Þór Júlíusson alþingismaður. Fundarstjóri Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi.

Blönduósi, mánudagskvöldið 9. nóvember 2009 kl. 20:30 á ,,Pottinum og pönnunni“. Ávörp flytja: Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk, og alþingismennirnir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson. Fundarstjóri Jóhanna Pálmadóttir á Akri.

Reykjanesbæ, þriðjudagskvöldið 10. nóvember 2009 kl. 20:00 á Hótel Keflavík. Ávörp flytja alþingismennirnir Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Atli Gíslason.

Allir velkomnir!

 

Viltu fylgjast með umræðunni á Heimssýnarblogginu? Skoðaðu www.heimssyn.blog.is

NÝTT: Ný Facebook síða Heimssýnar: www.facebook.com/heimssyn

Fundaröð Heimssýnar: Húsavík – Blönduósi – Suðurnesjum

Normal 0 0 1 129 737 6 1 905 11.1282 0 0 0

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum heldur fundi á þremur stöðum á landinu á næstunni. Sjaldan hefur umræðan um Evrópusambandið, aðildarumsókn Íslands og sjálfstæði landsins verið brýnni en einmitt nú. Fundirnir verða sem hér segir:

Húsavík, laugardaginn 7. nóvember 2009 kl. 11 f.h. í sal stéttarfélaganna. Ávörp flytja: Ásta Svavarsdóttir kennari og Kristján Þór Júlíusson alþingismaður. Fundarstjóri Kristín Linda Jónsdóttir í Miðhvammi.

 

Blönduósi, mánudagskvöldið 9. nóvember 2009 kl. 20:30 á ,,Pottinum og pönnunni“. Ávörp flytja: Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk, og alþingismennirnir Ásmundur Einar Daðason og Gunnar Bragi Sveinsson. Fundarstjóri Jóhanna Pálmadóttir á Akri.

 

Reykjanesbæ, þriðjudagskvöldið 10. nóvember 2009 kl. 20:00 á Hótel Keflavík. Ávörp flytja alþingismennirnir Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Atli Gíslason.

 

Allir velkomnir!

 

Normal 0 0 1 54 308 2 1 378 11.1282 0 0 0

Viltu fylgjast með umræðunni á Heimssýnarblogginu? Skoðaðu www.heimssyn.blog.is

NÝTT: Umræðusíða Heimssýnar á Facebook: www.facebook.com/heimssyn