Jón Baldvin: ESB-aðild sennilega hafnað

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, var annar framsögumanna á fundi sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík 30. október sl. um Evrópumálin og talaði þar fyrir hönd Evrópusamtakanna. Í lok fundarins var Jón Baldvin spurður að því hver hann héldi að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu yrðu og sagði hann að aðild yrði sennilega hafnað, m.a. vegna veikrar pólitískrar forystu og átti þar væntanlega við ríkisstjórnina.

Þess má geta að Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn, flutti einnig framsögu sem fulltrúi hreyfingarinnar.

Heimild:
Jón Baldvin: ESB-aðild sennilega hafnað (Amx.is 31/10/09)