Á fullveldishátíð Heimssýnar þann 1. desember var frumflutt nýtt lag eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóðið Gunnarshólma eftir Jónas Hallgrímsson.
Flutningur þessa fallega lags var óaðfinnanlegur í höndum Fífilbrekkuhópsins en hann skipa þau Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari, Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari.
Hér má nálgast hljóðupptöku af flutningnum.
{mp3}1des2009fullveldishatid/gunnarsholmi{/mp3}