Laugardaginn 6. febrúar verður stofnuð hreyfing ungs fólks sem stendur gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stofnfundurinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafnsins kl. 13.00-16.00 og er hann opinn öllum.
Fundarstjóri verður Árni Árnason, landsforseti JCI.
Félagið er opið öllum á aldrinum 16-36 ára og nauðsynlegt er að skrá sig sem stofnfélaga í gegnum heimasíðuna http://centrum.is/gk/.
Framboð til stjórnar og lagabreytingatillögur verða að berast Páli Vilhjálmssyni í kjörstjórn pallvilh@gmail.com viku fyrir fundinn.
Skemmtun verður um kvöldið. Vonumst til að sjá sem flesta,
Undirbúningsnefnd
Dagskrá fundarins verður:
1. Formaður undirbúningsnefndar setur fundinn
2. Tillaga undirbúningsnefndar að nafni félagsins lögð fram.
3. Tillaga undirbúningsnefndar að lögum lögð fram.
4. Kosning stjórnar félagsins.
5. Ávarp heiðursgesta
6. Önnur mál