60 prósent atvinnulífsins á móti ESB-aðild

,,Tæplega 60% forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja telja hagsmunum íslensks viðskiptalífs betur borgið utan Evrópusambandsins. Þó viðhorf séu skipt eftir atvinnugreinum, þá taldi einungis 31% aðspurðra að íslensku viðskiptalífi væri betur borgið innan ESB.

Þessi afstaða gegn aðild að Evrópusambandinu er á skjön við könnun sem Viðskiptaráð framkvæmdi fyrir ári síðan í tengslum við Viðskiptaþingið 2009. Í þeirri könnun var meirihluti hlynntur umsókn um aðild að Evrópusambandinu og taldi hana hafa jákvæð áhrif á stöðu efnahagsmála. Því má segja að veruleg breyting hafi orðið í viðhorfi íslenskra atvinnurekenda í garð ESB undanfarna 12 mánuði.”

Hér er frétt Viðskiptaráðs.