Chomsky: kynþáttaandúð í ESB

Evrópusambandið sýnir kynþáttaandúðAndófsmaðurinn og mannréttindafrömuðurinn Noam Chomsky sakar Evrópusambandið um að meina Tyrkjum inngöngu í sambandið á grundvelli kynþáttaandúðar á múslímum. Tyrkland sóttist fyrst eftir inngöngu í Evrópusambandið fyrir 40 árum. Lengi vel streittist Brussel gegn umsókn Tyrklands en tók þó upp samningaviðræður árið 2005. Engar líkur eru á því að þeim samningaviðræðum ljúki á næstunni.

Chomsky, sem er bandarískur ríkisborgari, segir kynþáttahatur stjórna afstöðu Evrópusambandsins til Tyrkja sem eru múslímar. Í viðtali við tyrkneskt dagblað, sem birtist í endursögn hins danska Politiken, segir Chomsky einu raunverulegu ástæðuna fyrir því að Tyrkjum sé haldið utan Evrópusambandsins vera að þeir séu múslímar. Hann vitnar til orða Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sem sagði arfleifð Evrópu byggjast á gyðingdómi og kristni. Múslímar verða að sætta sig við þá staðreynd, er haft eftir Merkel.

Chomsky gagnrýnir harðlínustefnu Evrópusambandsins gagnvart múslímum, en stefnan birtist m.a. í óvægari meðferð á innflytjendum.

 

Atvinnuleysi hér 7% en 10% í ESB

Atvinnuleysi á Íslandi mælist 7,1 prósent samkvæmt fyrir nýliðinn mánuð og fór heldur lækkandi. Spár gera ráð fyrir að atvinnleysi verði við sjö eða átta prósent á næstunni. Í Evrópusambandinu er atvinnuleysi um 10 próent að jafnaði og hefur svo verið undanfarin misseri.

Atvinnuhorfur í ríkjum Evrópusambandsins eru neikvæðar og fáir þora að spá fyrir hjöðnun atvinnuleysis í löndum ESB á næstunni.

Hér er frétt Morgunblaðsins um atvinnuleysi á Íslandi.

Hér er hlekkur á tölfræði um atvinnuleysi í ESB.

Blaðamenn í Brusselboðsferð

Evrópusambandið eyðir árlega um 2 milljörðum evra (300 milljarðar króna) í upplýsingastarf. Framkvæmdastjórnin viðurkennir að ekki er um hlutlausar upplýsingar að ræða. ,,Upplýsingamiðlun af hálfu Evrópusambandsins getur ekki verið takmörkuð við veita aðeins upplýsingar,” segir í útgáfu ESB.

Í síðustu viku var 15 írskum blaðamönnum boðið til Brussel til að ,,upplýsa” þá um ýmsa þætti í starfsemi Evrópusambandsins. Dálkahöfundurinn Mary  Ellen Synon, sem býr í Brussel og skrifar reglulega um málefni ESB, slóst í för með írsku blaðamönnunum og skrifar um reynslu sína á Mail Online.

Írsku blaðamennirnir bjuggu á glæsihóteli sem kostar 45 þús. kr. nóttin og fengu jafnframt dagpeninga frá Evrópusambandinu. Á móti góðum viðurgjörningi viildi sambandið að fulltrúar fjölmiðla tækju jákvætt í þá söguskýringu að evran hefði ekkert með kreppuástandið á Írlandi, Grikklandi og víðar að gera. Embættismenn í Brussel líta þar öðrum augum á stöðu mála en þorri hagfræðinga, sem telja lága vexti evrusvæðisins undanfarin ár hafa búið til fasteignabólu á Írlandi og talið Grikkjum trú um að fjármál hins opinbera mætti láta reka á reiðanum.

Írskir Evrópuþingmenn voru hafðir til sýnis fyrir landa sína úr fjölmiðlastétt. Laun þeirra eru langtum hærri en gengur og gerist á þjóðþingum aðildarríkja og þar af leiðir að samstaða þeirra liggur ekki með almenningi heima fyrir heldur starfsfélögum í Brussel. Mary Ellen leyfði sér að spyrja hvort það væri við hæfi að hækka risnu Evrópuþingmanna um 85 prósent á með blóðugur niðurskurður ætti sér stað í þjóðríkjum sambandsins. Þingmennirnir þvertóku fyrir að hafa fengið hækkun og málið var dautt á blaðamannafundinum. Nokkru síðar viðurkenndi einn írsku þingmannanna að hækkunin verið leyfð.

Í fyrirsögn á umfjöllun sinni spyr Mary Ellen hvort Evrópusambandið hafi keypt sér já-atkvæði írsku þjóðarinnar þegar Lissabon-sáttmálinn var samþykkur í kosningum eftir að hafa verið felldur einu sinni. Í framhaldi má spyrja hvort Evrópusambandið hyggst kaupa atkvæði Íslendinga – ef og þegar að því kemur að við greiðum atkvæði um aðildarsamning?

Yfirmaður alþjóðavæðingardeildar Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hvetur Íslendinga til að taka ekki upp evru

Það vakti athygli fundargesta á hádegisfyrirlestri í hátíðarsal Háskóla Íslands að Dr. Heiner Flassbeck yfirmaður Alþjóðavæðingardeildar Viðskipta- og þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna taldi algjört óráð fyrir Íslendinga að taka upp evru við þær aðstæður sem ríkja nú.  Flassbeck fjallaði um þann vanda sem getur fylgt vaxtamunarviðskiptum með gjaldmiðla og fór gaumgæfilega yfir þau vandamál sem Íslendingar, Ungverjar, Tyrkir, Búlgarar og fleiri þjóðir stóðu frammi fyrir á undangengnum árum vegna vaxtamunarviðskipta, gengishækkunar og viðskiptahalla. Þá lýsti Flassbeck þeirri leið sem hann taldi besta fyrir Íslendinga að fara út úr kreppunni, en þá leið kallaði hann kínversku leiðina.
 
Hann sagði mörg Asíulönd hafa fetað þessa leið eftir gjaldeyris- og efnahagskreppur síðustu ár. Ráðleggingarnar voru að ýmsu leyti áþekkar því sem felst í efnahagsáætlun stjórnvalda fyrir utan það að hann ráðlagði sérstakar örvunaraðgerðir með tilstuðlan peningastefnunnar.
Það sem vakti sérstaka athygli fundargesta var þó svar Flassbecks við spurningu úr sal í lokin um hvort evran væri ekki lausn fyrir Íslendinga. Hann hélt nú ekki. Sagðist hafa verið  viðbúinn þessari spurningu og varpaði upp á tjald mynd sem sýndi þann vanda sem Evrópusambandið ætti við að glíma vegna sundurleitrar verðbólguþróunar. Þar væri reyndar Þýskalandi aðaðsökudólgurinn vegna miklu lægri verðbólguþróunar, en þessi sundurleitni væri að ganga af evrusamstarfinu dauðu. Við þessar aðstæður ætti ekkert land að gerast aðili að Evrópusambandinu.

ESB brýtur lög á Íslandi

Útboð Evrópusambandsins á almannatengslaþjónustu og útgáfu á Íslandi vegna umsóknar Samfylkingarinnar um aðild að Evrópusambandinu brýtur íslensk lög sem banna erlendum aðilum að fjármagna blaðaútgáfu hér á landi.

Í útboði Evrópusambandsins er talað um ,,Printed matter and related products.” Evrópusambandið hyggst verja allt að 1,5 milljónum evra í verkefnið eða 230 milljónum króna. Markmið útboðsins er að bæta ímynd og orðspor Evrópusambandsins hér á landi.

Í lögum frá 1978, með síðari breytingum, er skýrt kveðið á um bann við að erlendir aðilar kosti beint eða óbeint blaðaútgáfu hér á landi.

 

1. gr.1) Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.
  
2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.
3. gr. Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.
4. gr. Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.

Stiglitz segir framtíð evru í hættu

Einn virtasti hagfræðingur í heimi, Joseph Stiglitz, telur framtríð evrunnar í uppnámi og að evrópskt hagkerfi verði lengi að koma sér upp úr kreppunni. Varnaðarorðin lætur Stiglitz falla í endurútgáfu bókarinnar Freefall, sem fjallar um kreppuna sem hófst með undirmálslánum í Bandaríkjunum.

Stiglitz er nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og var um tíma aðalhagfræðingur Alþjóðabankans. Hann varar við því að spákaupmenn muni næst ráðast á Spán sem er eitt af stærri þjóðarhagkerfum Evrópusambandsins.

Evran þjónar ekki hagsmunum þeirra ríkja sem glíma við viðskiptahalla og skuldir. ,,Þjóðir sem deila sameiginlegum gjaldmiðli gefa frá sér sveigjanleika til að takast á við efnahagslægðir,” er haft eftir Stiglitz í Telegraph.

Vegna stöðu ríkja eins og Írlands, Portúgal og Grikklands verður þrýstingur á evruna ef til vill meiri en myntsvæðið þolir. Stiglitz telur að jafnvel komi til greina að Þýskaland segi sig úr evru-samstarfinu og taki upp þýska markið. Í því tilviki myndi evran falla til samræmis við þarfir ríkja með stóran viðskiptahalla og veika samkeppnisstöðu.

Forseti sniðgengur ESB-umsókn

Forseti Íslands minntist ekki einu orði á aðildarumsóknina að Evrópusambandinu í ávarpi sem hann hélt við setningu alþingis 1. október. Engu að síður voru utanríkismál meginefni ávarpsins.  Forsetinn rædd samskipti Íslands við stórveldi á borð við Rússland, Kína, Indland og Bandaríkin en gat Evrópusambandsins aðeins í framhjáhlaupi. Engum vafa er undirorpið að forseti Íslands sér fyrir fullvalda þjóð utan Evrópusambandsins. Eftirfarandi orð eru til vitnis um það

Allt sýnir þetta að Ísland á þrátt fyrir áföllin marga góða kosti, sóknarfæri sem brýnt er að nýta. Hrakspár sem heyrðust áður fyrr, að orðspor landsins hefði laskast svo í kjölfar bankahrunsins að við myndum einangrast á alþjóðavelli, hafa sem betur fer ekki ræst. Þvert á móti er hægt að færa ítarleg rök fyrir því að staða Íslands hafi sjaldan, ef nokkru sinni, falið í sér jafn fjölbreytt tækifæri, að lega landsins muni og á komandi árum reynast okkur hinn mesti styrkur.

Hér má lesa ávarpið í heild.