Ásmundur formaður, Unnur Brá varaformaður

Ásmundur Einar Daðason var endurkjörinn formaður Heimssýnar á landsfundi á laugardag. Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins var kosin varaformaður. Í setningarræðu sinni sagði Ásmundur Einar að vegna baráttu Heimssýnar væri umsóknin í uppnámi. Stuðningur við umsóknina færi þverrandi. ,,Annar ríkisstjórnarflokkurinn er í miklum vandræðum vegna málsins og enginn stjórnarandstöðuflokkanna vill koma nálægt þessu eitraða peði,” sagði Ásmundur og bætti við að ekki væri spurning hvort heldur hvenær umsóknin sigldi í strand.

Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur flutti erindi um evruna á landsfundinum og fór yfir óvissuna sem umlykur myntsamstarf evruríkjanna.

Frambjóðendur og fullveldið

Eftirfarandi frambjóðendur í kosningum til stjórnlagaþings svöruðu jákvætt opnum spurningum Heimssýnar um mikilvægi fullveldis og hvort að skorður ætti að reisa í stjórnarskrá við framsali fullveldis.

 

Arnar Geir Kárason 9871 framkvæmdastjóri Reykjavík 
Baldur Ágústsson 5031 flugumferðarstjóri Reykjavík 
Björgvin Rúnar Leifsson 4943 áfangastjóri Norðurþingi 
Elías Blöndal Guðjónsson 7759 lögfræðingur Garðabæ 
Elín Erna Steinarsdóttir 6681 leikskólastjóri Reykjavík 
Frosti Sigurjónsson 5614 rekstrarhagfræðingur Reykjavík 
Guðni Karl Harðarson 7396 öryggisvörður í Mjódd Reykjavík 
Halldór Jónsson 5097 verkfræðingur Kópavogi 
Helgi Helgason 2281 stjórnmálafræðingur Kópavogi 
Hrafn Gunnlaugsson 9937 kvikmyndaleikstjóri Reykjavík 
Hrafn Sveinbjarnarson 4173 skjalavörður Reykjavík 
Haukur Nikulásson 8518 ráðgjafi Reykjavík 
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir 7319 stjórnsýslufræðingur Reykjavík 
Kjartan Sigurgeirsson 4998 kerfisfræðingur Kópavogi 
Kristinn Dagur Gissurarson 7847 milli starfa Kópavogi 
Ólafur Árni Halldórsson 5273 grafískur hönnuður, BFA Reykjanesbæ 
Sigurbjörn Svavarsson 4679 rekstrarfræðingur Mosfellsbæ 
Skafti Harðarson 7649 rekstrarstjóri Reykjavík 
Tryggvi Hjaltason 7638 nemi Vestmannaeyjum 
Viðar Helgi Guðjohnsen 5328 lyfjafræðingur Reykjavík 
Vilhjálmur Andri Kjartansson 7418 háskólanemi Reykjavík 
Þorsteinn Arnalds 2358 verkfræðingur Reykjavík 

Nei, já eða kannski?

,,Gangi Ísland í Evrópusambandið flyst innlent framkvæmdavald til meginlands Evrópu í veigamiklum málaflokkum, svo sem í fiskveiðum, landbúnaði og gerð viðskiptasamninga við erlend ríki. Með því að forræði mála sem Íslendingar hafa einir haft á hendi flyst til Brussel skerðist fullveldi landsins”. Þetta er hluti af svari fulltrúa Heimsýnar við spurningunni ,,Glatar Ísland fullveldinu með aðild að ESB?” á nýrri vefsíðu,www.kannski.is, sem hefur að geyma svör fylgjenda og andstæðinga ESB við ýmsum lykilspurningum er snerta hugsanlega aðild Íslands að sambandinu.

Markmið vefsins er að auðvelda fólki að taka upplýsta afstöðu til aðildar og er lögð áhersla á að vefurinn sé óháður og hlutlaus vettvangur til að miðla upplýsingum um kosti og galla aðildar. Öllum er frjálst að senda inn spurningar á www.kannski.is og munu ritstjórar vefsins, þeir Arnar Ólafsson, Elvar Örn Arason og Jón Baldur Lorange, leita eftir svörum hjá fulltrúum JÁ- og NEI-hreyfinganna.

Landsfundur Heimssýnar

Landsfundur Heimssýnar verður haldinn laugardaginn 27. nóvember í sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu kl. 10:30.

Dagskrá

Landsfundur: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar. 3. Umræður. 4. Lagabreytingar. 5. Kosning stjórnar og tveggja endurskoðenda. 6. Ákvörðun árgjalds. 7. Önnur mál.

Erindi: Evran á tímamótum, Stefán Jóhann Stefánsson hagfræðingur.

 

Ungliðahreyfingar mætast á Útvarpi Sögu

Formenn ungliðahreyfinganna sem berjast fyrir og gegn aðild Íslands að ESB munu mætast í þættinum Nei eða já í Útvarpi Sögu í kvöld. Heimir Hannesson talar fyrir hönd ungra evrópusinna og Stefnir Húni Kristjánsson talar fyrir hönd  Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB aðild.  Umsjónarmenn þáttarins eru Elvar Örn Arason og Jón Baldur Lorange. Þátturinn hefst kl. 17 í kvöld.

ESB útilokar norsku leiðina fyrir Ísland

Skrifstofa stækkunarstjóra Evrópusambandsins útilokar að samningar um aðild Íslands verði gerðir á sama grundvelli og samið var við Norðmenn fyrir rúmum 15 árum. Evrópusambandið gerði engar kröfur til Norðmanna að þeir aðlöguðu lög og regluverk að Evrópusambandinu á með viðræður um aðild stóðu yfir. Ísland var sett í aðlögunarferli sem Evrópusambandið hannaði fyrir ríki Austur-Evrópu.

Í viðtali við EU-Observer segir talsmaður stækkunarskrifstofu ESB að aðeins ein leið sé inn í sambandið og Ísland fái ekki undanþágu frá þeirri leið.

,,Sambandsríkin hafa komið sér saman um hvernig samið skuli við umsóknarríki. Ísland samþykkti viðræðurammann og getur ekki vikist undan núna,” segir talsmaðurinn.

Umfjöllun EU-Observer er í tilefni af grein Ögmundar Jónassonar dómsmálaráðherra í Morgunblaðinu sl. laugardag þar sem hann setti fram þá hugmynd að viðræður um aðild Íslands yrðu færðar út aðlögunarferlinu yfir í raunverulegar samningaviðræður þar sem tekist væri á um grundvallaratriðin. Ögmundur segir slíkar viðræður ekki taka lengri tíma en tvo mánuði.

Evrópuvaktin spurði utanríkisráðuneytið fyrir skemmstu um viðræðuramma Evrópusambandsins. Utanríkisráðuneytið sagðist óbundið af þessum viðræðuramma.

Ögmundur líkir aðlögunarferlinu við skáldsögur Franz Kafka en þær voru gjarnan um fáránleikann í völdunarhúsi valdsins.

Hér er tengill á frétt EU-Observer

Hér er tengill á umfjöllun Evrópuvaktarinnar

100% aðlögun, segir ESB – engin aðlögun segir Össur

Ísland þarf að aðlaga sig 100 prósent að lögum og reglum Evrópusambandsins áður en landið fær inngöngu, segir í umfjöllun EU Observer um stöðu aðlögunarferlis Íslands.  Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir á hinn bóginn að Ísland sé ekki háð þeim kröfum sem Evrópusambandið gerir til umsóknarþjóða.

Tilefni umfjöllunar EU Observer er tillaga Ögmundar Jónassonar dómsmálaráðherra að hraða beri viðræðum við Evrópusambandið. Stækkunarskrifstofa sambandsins segir það ekki hægt, aðeins sé ein leið inn í Evrópusambandið sem er leið aðlögunar.

Hér er umfjöllun EU Observer

Hér er leiðari Evrópuvaktarinnar um sérhugmyndir Össurar

Ísland tapar rétti strandríkja til ESB

Ísland á alþjóðlega viðurkennd réttindi til að fara með lögsögu fiskveiðilandhelginnar. Ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið færu þessi réttindi frá Íslandi til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. Evrópusambandið kæmi fram fyrir hönd Íslands í samningum við aðrar þjóðir um fiskveiðimál.

Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra gerði ítarlega grein fyrir strandríkjarétti Íslands á nýafstaðinni ráðstefnu Heimssýnar.

Hér er erindi Björns.

Evran er ósjálfbær mynt

Evran færi ekki staðist sem mynt sextán ríkja með jafn ólík efnahagskerfi og raun ber vitni, segir lávarður enskrar viðskiptablaðamennsku Samuel Brittan í Financial Times. Evran er ósjálfbær mynt vegna þess að ójafnvægið milli efnahagskerfanna sem mynda myntsvæðið eykst en minnkar ekki.

Þýskaland er í sérflokki og rekur efnahagskerfi byggt á aga og sterku skipulagi. Jaðarríki eins og Írland, Spánn og Grikkland eru í gjörólíkum efnahagstakti. Skráning evrunnar þyrfti að lækka um 30 prósent hjá Suður-Evrópuríkjum til að þau gætu orðið samkeppnishæf við Þjóðverja. Með evru er gengisfelling óhugsandi og því verða raunlaun að lækka og ríkisútgjöld að skreppa svo harkalega saman að hætta er á verðjöðnun.

Efnahagsaðgerðir til að bjarga evrunni verða margar áður en yfir lýkur. En niðurstaðan er óhjákvæmileg, segir Brittan. Evran er ósjálfbær mynt.

Hér er hlekkur á grein Brittan í Financial Times.