ESB herðir kröfur um aðlögun

Evrópusambandið gerir auknar kröfur um aðlögun þeirra ríkja sem sækja um aðild að sambandinu. Í aðlögun felst að umsóknarríki taki jafnt og þétt upp lög og reglugerðir Evrópusambandsins samhliða aðildarviðræðum. Samkvæmt útgáfu Evrópusambandsins er um að ræða um 90 þúsund blaðsíður af lögum og reglum sem ætlast er til að umsóknarríki innleiði í sín lög.

Stækkunarstjóri Evrópusambandsins, Stefan Füele, útskýrir þessar nýju áherslur í viðtali við fjölmiðil sem sérhæfir sig í umfjöllun um stækkun Evrópusambandsins í suðaustur hluta álfunnar.

The EU has taken an increasingly cautious approach to further enlargement. Some new mechanisms in the negotiation process with candidate countries have been installed, with Croatia and Turkey the first to be subjected to the new rules.

The rules were intended to enhance “credibility” said Mr Fuele, who specifically mentioned the introduction of opening benchmarks (candidate countries have to meet certain criteria even before they can open a chapter) and the requirement of a positive “track record” as a condition for a chapter to be closed.

Samningaviðræður við umsóknarríki er skipt á 35 kafla. Nýju reglurnar kveða á um að umsóknarríki skuli mæta tilteknum viðmiðum eða kröfum og sýni fram á árangur áður en samningaviðræður eru opnaðar um nýjan kafla.

Samstaða strandríkja við N-Atlantshaf

Á heimasíðu Nei til EU er ný grein eftir Ásmund Einar Daðason formann Heimssýnar þar sem hann hvetur til samstöðu ríkjanna á Norður-Atlantshafi; Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og Noregi gegn stórveldum sem hugsa sér til hreyfings á norðurslóðum. Ásmundur telur æskilegt fyrir þessar þjóðir að finna sér samstarfsvettvang til að verja hagsmuni sína sem um margt eru keimlíkir.

Fyrirsjáanlegt er að stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Evrópusambandið munu gera sitt ýtrasta að til að fá hlutdeild í náttúruauðlindum norðurslóða sem verða aðgengilegri eftir því sem ísinn hopar. Strandríkin fyrir austan og vestan okkur eiga að vinna saman við þessar kringumstæður, skrifar Ásmundur Einar.

Hlekkur á grein Ásmundar Einars.

Varanleg kreppa í Evrópu

Björgunarsjóður Evrópusambandsins fyrir jaðarríki í neyð var stofnaður sem skyndihjálp fyrir Grikki og Íra. Ráðherraráðið ákvað á desemberfundi sínum að sjóðurinn yrði varanlegur sem þýðir að Brussel metur stöðuna þannig að evrusvæðið verði í kreppuástandi næstu árin.

Tom Stevenson frjárfestingarstjóri hjá Fidelity býst við að lítill hagvöxtur og háar skuldir munu einkenna efnahag jaðarríkja evrusvæðisins. Óhjákvæmilegar afskriftir eru ekki framkvæmdar strax þar sem kerfisáhætta sé of mikil. Jaðarríkin Grikkland, Írland, Portúgal, Spánn og jafnvel Ítalía sitja í efnahagslegu svartholi vegna þess að lögeyrir þeirra, evran, er alltof hátt skráð.

Þjóðverjar njóta evrunnar enda lækkuðu þeir framleiðslukostnað sinn jafnt og þétt allan áratuginn. Ef að líkum lætur mun það taka jaðarríkin áratug eða meira að jafna metin við Þjóðverja. Og nærri má geta hvort þeir þýsku sitji með hendur í skauti ef samkeppnishæfni þeirra sé ógnað.

Efnahagskreppan í Evrópu mun fyrr heldur en seinna leiða til pólitískrar kreppu þar sem jaðarríkin gera uppreisn gegn því að vera dæmd í efnahagslegt svarthol.

Pimco, stærsti fjárfestingasjóður í heimi, segir hreint út að skuldastaða Íra, Grikkja og Portúgala sé slík að ríkin verði að fara út úr evru-samstarfinu ef þau ætla sér að eiga minnstu möguleika á að vinna sig úr kreppunni.

Hrekkur evra eða stekkur ESB?

Blaðamenn undirbúa grafskrift evrunnar. Edmund Conway á Telegraph segir tvær útgáfur minningarorða evru mögulegar. Fyrri útgáfan tæki útgangspunkt að evran var dæmt fyrirtæki þegar frá upphafi vegna þess að myntbandalaginu fylgdu ekki miðstýrð fjármálavöld er væri ígildi fjármálaráðuneytis. Seinni útgáfan liti til þess hversu óhöndulega var staðið að kreppustjórnun af hálfu ESB og stóru ríkjanna.

CEBR-ráðgjafastofnunin í Bretlandi segir líkur á að evrusamstarfið lifi af kreppuna einn á móti fimm.

Stjórnarandstaðan í Þýskalandi segir nauðsynlegt að Þjóðverjar taki að einhverju marki þátt í að ábyrgjast skuldir annarra evruríkja. Merkel kanslari hefur hingað til neitað enda almenn andúð á slíku ráðslagi meðal Þjóðverja. Annað tveggja gerist: evran lætur undan síga eða stórt samrunaskref Evrópusambandsins verður tekið af hálfu Þjóðverja.

Lög ESB bakvið luktar dyr

Um 72 prósent af lögum Evrópusambandsins eru samþykkt í fyrstu umræðu sem þýðir að embættismenn ásamt fáeinum þingmönnum á Evrópuþinginu afgreiða málið. Í Danmörku er umræða um að lýðræðishallinn í Evrópusambandinu sé orðinn slíkur að ekki verði við unað.

Danski þingmaðurinn Peter Juul Larsen hvetur Evrópunefnd danska þingsins að setja á dagskrá lýðræðishallann í Evrópusambandinu. Krafan um skilvirkni við lagasetningu hefur orðið til þess að lýðræðisleg aðkoma kjörinna þingmanna áð lagasetningu Evrópusambandsins þrengist stöðugt.

Sjá nánar umfjöllun Informasjon.

Evran er myllusteinn ESB

Evran var pólitískt verkefni í samrunferli Evópusambandsins og átti að tryggja að þýska hagkerfið ynni í þágu álfunnar. Þjóðverjar voru mótfallnir evrunni vegna þess að þýska markinu var fórnað. Aðeins eftir hátíðleg loforð þýsku stjórnmálaelítunnar um að evrusvæðið yrði aldrei að til þess að Þýskaland yrði ábyrgt fyrir skulum annarra þjóða var fallist á evru-verkefnið.

Eftir rúman áratug er evran á tímamótum. Til að evran eigi sér framtíð verða Þjóðverjar í reynd að taka að sér að ábyrgjast skuldir annarra evru-ríkja. Að öðrum kosti þarf að vinda ofan af verkefninu.

Í næstu viku fundar leiðtogaráð Evrópusambandsins. Skilaboðin eru að ríkisstjórnir aðildarríkja, einkum þeirra 16 sem mynda evru-svæðið, verða að koma sér saman um framtíð myntarinnar.

 

Lehman-augnablik evru nálgast

Juncker forsætisráðherra Lúxembúrg og Tremonti fjármálaráðherra Ítalíu skrifa í Financial Times að efna verði til skuldabréfamarkaðar fyrir evru-bréf til að að auka aðgengi skuldugra evru-ríkja að fjármagni. Skuldabréfamarkaðurinn fæli í sér sameiginlega ábyrgð evru-ríkja á skuldum sem í reynd þýddi að þýski ríkissjóðurinn ábyrgðist skuldir evru-ríkja. Angela Merkel kanslari Þýskalands hafnar þessum hugmyndum.

Þjóðverjar munu að óbreyttu ekki samþykkja að axla ábyrgð á skuldum evru-ríkjanna án undangenginna breytinga á stofnsáttmálum Evrópusambandsins. Ef til kæmi myndu Þjóðverjar krefjast ígildi sameiginlegs fjármálaráðuneytis fyrir öll evru-ríkin.

Líkur eru á að evrunni séu allar bjargir bannaðar. Roger Bottle skrifar í TelegraphLehman-augnablik evru nálgast óðfluga. Þar vísar Bottle til hruns Lehmans bankans í september 2008 sem hratt af stað keðjuverkun sem meðal annars felldi íslenska bankakerfið og setti það írska á hliðina.

Írar hengdir fyrir Evrópu

Í framtíðinni munu bankar ekki komast upp með að velta ábyrgðarlausum lánum yfir á skattgreiðendur, fáist þau ekki greidd af lántaka. Almenningur á Írlandi verður á hinn bóginn að borga brúsann fyrir gjaldþrota bankakerfi þar sem hætt er við að bankakerfi Evrópu riði til falls ef írskir bankar verði settir í þrot.  Blaðamaðurinn David MacWilliams segir Íra hengda fyrir syndir evrópska banka

In order to get to the bottom of what is happening, we have to clear up a few things. First, we have to stop calling it a bailout. This isn’t anything like a bailout. Rather it is the EU giving us enough rope to hang ourselves in the hope that we don’t hang all of them.