Evrópuherinn og afstaða Íslendinga

Spurning Eurobarometer um afstöðu Íslendinga til hers er liður í að aðlaga okkur að þeirri tilhugsun að vera hluti af hernaðarveldi Evrópusambandsins, fari svo illa að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu. Heimild er fyrir fyrirhuguðum Evrópuher í Lissabonsáttmálanum.

Hernaðaráætlanir Evrópusambandsins voru ásteytingarsteinn milli Írlands og Evrópusambandsins og ein ástæða þess að Írar höfnuðu Lissabonsáttmálanum (og voru svo látnir kjósa aftur ,,rétt”). Tom Clonan skrifað skýrslu um heimildir í sáttmálanum til að byggja upp her og sagði m.a. þetta

A yes vote for the Treaty would not create a permanent standing EU army – but would enhance the EU’s ability to mount flexible, tailor made and credible responses to emerging humanitarian and security crises in the future.

Evrópusambandið sjálft viðurkennir að heimildir til að auka hernaðarmátt ESB séu fyrir hendi í Lissabonsáttmálanum.

The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations.

Bæði Clonan og vefsetur ESB taka fram að ESB-ríkjum er í sjálfsvald sett að taka þátt í hernaðaruppbyggingunni og hafa neitunarvald í málinu. Írum var líka í sjálfsvald sett hvort þeir tækju við ,,björgunarstuðningi” frá Evrópusambandinu vegna bankakreppunnar. Írar vildu ekki stuðninginn en var sagt að hann væri þeim fyrir bestu og urðu að ganga að þeirri ,,ráðgjöf”. Brussel ákvað sjálfsvald Íra. Þannig starfar Evrópusambandið. 

Evran er vandamálð, ekki lausnin

Fáni ESB og Svíþjóðar.Evran er hluti af vandamálinu en ekki hluti af lausninni á efnahagskreppunni í Evrópu. Kreppan er ekki aðeins efnahagslegs eðlis heldur er hún einnig af pólitískum toga. Þetta segir sænski þingmaðurinn Jonas Sjöstedt.

Sjöstedt beitti sér í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 og aftur þegar Svíar höfnuðu evru tæpum áratug síðar. Hann var Evrópuþingmaður í ellefu ár og situr nú í utanríkisnefnd ríkisdagsins og Evrópunefndar þingsins fyrir Vinstriflokkinn. Hélt hann fyrirlestur á vegum Heimssýnar í dag [23. febrúar].

Hann segir efnahagskreppuna einnig vera stjórnmálakreppu og þá dýpstu sem Evrópusambandið hafi lent í. Sumir telji að kreppunni sé lokið en hann segir það vera rangt og vísar til ástandsins í Portúgal og Spáni máli sínu til stuðnings.

Fengið frá mbl.is

Össur þekkir ekki íslensk lög

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um starfsemi erlendra sendiráða á Íslandi segist Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafa fínkembt íslensk lög sem kveða á um takmarkanir á starfsemi sendiráða og ekki fundið neitt sem taki til umsvifa sendiráðs Evrópusambandsins á Íslandi.

Össuri og samstarfsmönnum hans í ráðuneytinu yfirsást lög sem samþykkt voru á alþingi í maí 1978 um bann við stuðningi erlendra sendiráða við stjórnmálaflokka á Íslandi og um bann við útgáfu sendiráða. Einn af þeim sem tók þátt í að þrengja möguleika erlendra sendiráða til að hafa áhrif á umræðu hér á landi var Sighvatur Björgvinsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins.

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn hér á landi sem vill aðild að Evrópusambandinu. Útgáfu- og kynningarstarf sendiráðs Evrópusambandsins er því stuðningur við máflutning Samfylkingarinnar og er bannaður samkvæmt téðum lögum, en þau eru hér í heild sinni

 

Lög um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi

1978 nr. 62 20. maí

 

Tóku gildi 6. júní 1978. Breytt með l. 10/1983 (tóku gildi 25. mars 1983) og l. 162/2006 (tóku gildi 1. jan. 2007).

1. gr.
1) Þá er erlendum sendiráðum á Íslandi óheimilt að kosta eða styrkja blaðaútgáfu í landinu.
   
1)L. 162/2006, 13. gr.

2. gr. Lög þessi taka til stjórnmálaflokka og félagasamtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ. á m. blaða, og einnig til blaða og tímarita, sem út eru gefin á vegum einstaklinga eða félagasamtaka.

3. gr. Bann það, sem felst í 1. gr. þessara laga, nær til hvers konar stuðnings, sem metinn verður til fjár, þ. á m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa í formi vörusendinga.

4. gr. Erlendir aðilar teljast í lögum þessum sérhverjar stofnanir eða einstaklingar, sem hafa erlent ríkisfang, hvort sem þeir eru búsettir hér á landi eða ekki.

5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum …1)
Fjármagn, sem af hendi er látið í trássi við lög þessi, skal gert upptækt og rennur til ríkissjóðs.
   
1)L. 10/1983, 74. gr.

Tekið af bloggi Heimssýnar.

Svíþjóð og evran fundur 23. feb

Sænski þingmaðurin Jonas Sjöstedt heldur erindi á fundi Heimssýnar miðvikudaginn 23. febrúar í hádeginu í sal 131 í Öskju við Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 12:30.

Jonas situr núna á rikisdeginum en var áður þingmaður á Evrópuþinginu. Hann beitti sér í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 og aftur þegar Svíar höfnuðu evru tæpum áratug síðar. Jonas er í utanríkisnefnd ríkisdagsins og Evrópunefndar þingsins.

Tengsl Icesave og Evrópumálanna

Frumvarp um samþykkt nýjustu samninganna í Icesave deilunni við bresk og hollensk stjórnvöld er nú í lokaafgreiðslu á Alþingi og er búist við að umræðum um það ljúki í dag og að málið verði afgreitt af þinginu formlega á morgun með lokaatkvæðagreiðslu. Allar líkur eru á því að frumvarpið verði samþykkt. Vaxandi umræða hefur verið um málið undanfarna daga og hófst meðal annars undirskriftasöfnun s.l. föstudagskvöld á vefsíðunni www.kjosum.is þar sem þingmenn eru hvattir til þess að hafna frumvarpinu og forsetinn að vísa því til þjóðaratkvæðis verði það samþykkt á Alþingi.

Í umræðum um Icesave málið hefur ítrekað verið bent á ummæli frá forystumönnum innan ESB um að tengsl séu á milli málsins og umsóknar íslenskra stjórnvalda um aðild að sambandinu. Ganga þurfi frá Icesave málinu við Breta og Hollendinga áður en Ísland geti orðið aðildarríki ESB. Slík ummæli hafa ekki síst komið frá ráðamönnum í Bretlandi og Hollandi. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar viljað meina að engin tengsl séu þarna á milli. Sú spurning hefur því eðlilega vaknað hvort tilgangurinn með því að gangast undir skuldbindingar vegna Icesave sé m.a. sá að liðka fyrir aðild að ESB.

Dæmi um yfirlýsingar frá ráðamönnum innan ESB um tengsl umsóknar íslenskra stjórnvalda og Icesave málsins:

“The European Union told Iceland on Thursday that it would not be admitted into the 27-nation bloc unless it resolved differences with the Netherlands and the UK over compensation for investors in Icesave, a failed Icelandic online bank. The announcement, contained in a draft statement from European leaders at a summit in Brussels, removed some of the gloss from a simultaneous declaration that the EU was ready to start formal entry talks with Iceland. “Obligations that Iceland has with the Netherlands and the UK need to be met,” Jan Peter Balkenende, the outgoing Dutch prime minister, told reporters.”

 “EU tells Iceland to meet Icesave obligations” (Financial Times 17. júní 2010)

Fundur með Jóni Bjarnasyni

Opinn fundur með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB aðild heldur opinn fund nk. þriðjudagskvöld 15. febrúar kl 20:00.

Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Háskóla Íslands, stofu 103 á Háskólatorgi.

Fundarstjórn annast Stefnir Húni Kristjánsson formaður Ísafoldar.

Embættismenn misnotaðir í þágu ESB-áróðurs

Embættismenn láta misnota sig.Það er af sem áður var að embættismenn stjórnarráðsins létu sér annt um faglegan heiður sinn. Embættismenn utanríkisráðuneytisins láta sér vel líka aktygi Samfylkingarinnar og draga glaðbeittir áróðursvagn fyrir Evrópusambandsaðild. Aðalsamningamaður Íslands við Evrópusambandið er Stefán Haukur Jóhannesson og hann hefur að áeggjan Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra farið víða að selja aflátsbréf frá Brussel. Sannleikurinn er ekki alltaf með í för á fundum Stefáns Hauks.

Á bloggi Jóns Baldurs L’Orange er sagt frá einum fundi þar sem kostnaður við aðild ber á góma. Aðalsamningamaður Íslands segist halda að við komum út á sléttu.

Um hvað það kostar að vera innan ESB – vitum það ekki. Hvað varðar reynslu Finna þá hafa þeir sum ár greitt meira til ESB en þeir fá en önnur ár öfugt svo þetta kemur nú kannski út á eitt.

Ísland mun greiða með sér í Evrópusambandinu, það er vitað frá árinu 2003 í það minnsta þegar gerð var skýrsla um málið fyrir utanríkisráðuneytið. Ástæðan er sú að Ísland liggur vel fyrir ofan meðallag í þjóðarframleiðslu aðildarríkja.

Dapurlegt er til þess að vita að aðalsamningamaður Íslands þekki ekki til grunnstaðreynda aðildar að Evrópusambandinu. Og svo er ætlast til að þjóðin treysti þessum embættismönnum að halda á hagsmunum sínum gagnvart Brussel.

(Tekið héðan.)

Verkalýðshreyfingin gegn ESB

Verkalýðshreyfingin í Evrópu snýst gegn hugmyndum Frakka og Þjóðverja að auka miðstýringu á efnahagskerfum evru-ríkjanna. Stóru ríkin tvö hafa komið sér saman um ,,samkeppnissáttmála” fyrir Evrópu sem felur í sér samræmdar reglur á vinnumarkaði auk samræmingu á lífeyrisaldri meðal evru-þjóða.

Regnhlífasamtök evrópskra verkalýðshreyfinga, European Trade Union Confederation (ETUC), lýsa yfir andstöðu við aukna miðstýringu og telja hag verkafólks fyrir borð borinn.

Her er yfirlýsing ETUC.

Árni Páll hryggbrotinn í Brussel

Olli RehnEfnahags- og viðskiptaráðherra og formannsefni Samfylkingar, Árni Páll Árnason, heimsótti Brussel til að fá stuðning Evrópusambandsins við hraðferð Íslands inn í ESB annars vegar og hins vegar vilyrði fyrir inngöngu í evru-samstarfið áður en gjaldeyrishöftum verður aflétt af íslensku krónunni.  Yfirmaður viðskiptaskrifstofu ESB, Olli Rehn, sagði nei við Árna Pál. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins, sem að jafnaði tekur upp málstað aðildarsinna,

Engin leið er fyrir Ísland að taka upp evruna eða fá stuðning Evrópska seðlabankans við krónuna nema með Evrópusambandsaðild og því að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru, segir Olli Rehn, efnahags- og peningastefnustjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. ,,Það er ekki hægt að stytta sér leið,” sagði Rehn á fundi með fjölmiðlafólki eftir fund með Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, í Brussel í gær.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu steytti á skeri vegna þess að þjóðarvilji stendur ekki til þess að Ísland gangi í sambandið. Samfylkingin er ein stjórnmálaflokkurinn sem vill aðild og hann nýtur stuðnings fimmtungs þjóðarinnar.

Þýsk-frönsk þvingun á smáríki evru-svæðis

Þjóðverjar og Frakkar ætla að þvina minni ríkin í evru-samstarfinu til að samþykkja víðtæka samræmingu á efnahagssvæði evrunnar sem 17 ríki hafa sem lögeyri. Afnám verðtryggingar á laun, samræmdur lífeyrisaldur og sameiginleg skattapólitík eru meðal þeirra atriða sem þýsk-franska samstarfið vill ná fram.

Belgía, sem býr við verðtryggingu á laun, hefur andmælt áformum um sameiginlega efnahagsstjórn evru-svæðisins, Í Hollandi og Austurríki hefur verið tekið undir það sjónarmið Belga að aukin miðstýring sé ekki æskileg.

Þjóðverjum er sérstaklega umhugað að ná fram samræmdum aðgerðum til að skjóta stoðum undir evru-samstarfið. Ef Þjóðverjum verður ekki að ósk sinni er eins víst að þær kröfur verði háværari að farsælla sé að endurvekja þýska markaði en halda áfram með evru á brauðfótum.

Hér er umfjöllun Financial Times.