Ímyndaðir og raunverulegir hagsmunir Íslands

NorðurslóðirLandhelgisbaráttan sem Íslendingar háðu frá miðri siðustu öld vannst á forsendum réttinda þjóðríkis til nærumhverfis síns.

Rétt utan landhelgi Íslands eru tvö grannríki sem eiga sömu hagsmuna að gæta og Íslendingar. Grænlendingar og Færeyingar eru líkt og við fiskveiðiþjóðir og náttúruauðlindir á Norður-Atlantshafi, aðgengi að þeim og nýting, er brýnt hagsmunamál. Lengra í vestri er önnur þjóð með sambærilega hagsmuni, Norðmenn.´

Norðurslóðir eru að breytast vegna hnattrænnar hlýnunar. Breytingarnar eru þegar hafnar, samanber að fiskitegund eins og makríll gengur í íslenska lögsögu í meira mæli en áður og skapar verðmæti en jafnframt milliríkjadeilur. Stjórnvöld eru aftur á móti upptekin við annað en að gæta brýnna þjóðarhagsmuna. Milljörðum ofan á milljarða króna og tugum mannára í stjórnsýslunni er eytt í tilgangslausa slæpingjaferð til Brussel.

Nuuk, Þórhöfn og Osló eiga að vera þungamiðjan í íslenskri utanríkispólitík. Þar á eftir Washington, Moskva, London, Ottawa, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Á eftir Berlín og París kæmi Brussel.