Evrópuviðtal

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók í síðasta mánuði viðtal við Daniel Hannan, evrópuþingmann breska íhaldsflokksins. Í viðtalinu er farið yfir helstu vandamál Evrópusambandsins og nýjar efnahagstillögur framkvæmdastjórnarinnar.

Viðtalið má finna í heild sinni hér

Ójafn leikur – ESB setur reglurnar

Viðræður fulltrúa Evrópusambandsins og Íslands minna á glímukappa sem tipla á tánum í kringum hvorn annan. Þó er sá munur á að viðræðunefndir Íslands og ESB eru ekki leita að taki til að fella andstæðinginn heldur að smugu til að halda viðræðum áfram í samræmi við leikreglur annars aðilans.

Til marks um þetta er frétt í RÚV að kvöldi 17. október. Þar er annars vegar sagt frá því að tveir samningakaflar verði opnaðir í aðildarviðræðum Íslands og ESB í vikunni. Stefán Haukur Jóhannesson, formaður íslensku viðræðunefndarinnar, segi þó ekkert um að semja og því verði köflunum jafnvel lokað strax. Kaflarnir fjalli annars vegar um frjálsa för fólks á innri markaði ESB og um hugverkaréttindi. Þetta séu kaflar sem falli alfarið undir EES samninginn þannig að Íslendingar séu búnir að taka yfir alla löggjöf ESB á þessum tveimur sviðum.

Hinn liður fréttarinnar er um að ESB telji Ísland ekki í stakk búið til að hefja viðræður um byggðamál og vilji „tímasetta áætlun um innleiðingu byggðastefnu sambandsins“ áður en viðræður hefjist. Hvað felst í þessu? Krafa um aðlögun af hálfu ESB. „Tímasett áætlun“ jafngildir kröfu um aðlögun.

Þetta skrifar Björn Bjarnason í leiðara sínum á Evrópuvaktinni, og má finna leiðaran hér.

Vel sóttur málfundur

Þann 28. september 2011 hélt Herjan ásamt Heimssýn opin málfun um hvort skynsamlegt sé að leggja ESB umsókn Íslands til hliðar. Fundurinn var vel sóttur enda vel á sjöunda tug fundargesta. Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Steingrímur J. Sigfússon og Valgerður Bjarnadóttir voru frummælendur. Upptaka frá fundinum má finna hér