Íbúar ESB-ríkja ósáttir við ástandið

Á síðustu misserum hefur verið gífurleg óánægja með ástand efnahagsmála meðal íbúa ESB-ríkjanna. Víða um Evrópu hefur almenningur farið á götur borga og bæja til þess að krefjast umbóta, og hafna aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.

Írland – Mótmæli voru haldin 6. desember í því skyni að andmæla kröfum ESB um aðhaldsaðgerðir. Margir telja þetta byrjun á herferð sem mun leiða til að þjóðaratkvæðagreiðsla þarlendis mun eiga sér stað um samning um samruna fjárlagagerðar ESB-ríkjanna. Nánar

Er búið að bjarga evrunni?

Erindi á fundi Heimssýnar í Háskólanum, Háskólatorgi 101, 15. desember 2011 eftir Stefán Jóhann Stefánsson

Um höfundinn: Stefán Jóhann Stefánsson er hagfræðingur, var lengi formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, í framkvæmdastjórn (varafulltrúi vegna kynjakvóta) og flokksráði Samfylkingar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Nánar

Makríldeilan sýnir glöggt hvers vegna ESB-aðild er glapræði

Í nýlegri orðsendingu Tómasar H. Heiðar, aðalsamningamanns Íslendinga í viðræðum um makrílveiðar, kemur fram að á undanförnum fundum hafi fulltrúar ESB aftur og aftur LÆKKAÐ tilboð sín! Fréttablaðið segir frá því í dag að ESB hafi „gert að tillögu sinni að hlutdeild Íslands yrði 8% á fundi í London í haust“ en „ESB hafi „nefnt enn hærri tölur fyrr í samningaviðræðum strandríkjanna.“ Nú hljóðar tilboð ESB upp á 6,5%! Samhliða því hótar ESB að beita Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum og „ýjar að innflutningsbanni og öðrum viðskiptaaðgerðum“, segir Tómas H. Heiðar. Nánar

Vel heppnaður fundur

Heimssýn hélt hádegisfund í gær 15. desember í Háskóla Íslands undir fyrirsögninni „Er hægt að bjarga evrunni?“ og var hann vel sóttur, enda mættu vel á fjórða tug.

Sagði Björn Bjarnason frá stjórnmálalegum áskorunum ESB-ríkjanna. Þótti erindi hans sérstaklega fróðlegt og hafði hann mikið til málanna að leggja, en hann hefur nýlega verið í Brussel og Berlín. Stefán Jóhann Stefánsson fór vandlega yfir hagfræðilegu hlið málsins og kynnti þar megin atriði. Upptaka af fundinum mun verða aðgengileg bráðum.

Er hægt að bjarga evrunni? – opinn fundur

 Heimssýn – Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, mun halda opinn hádegisfund undir fyrirsögninni „Er hægt að bjarga evrunni?“. Mun hann vera haldinn áHáskólatorgi í stofu 101 fimmtudaginn þann 15. desember klukkan 12:00.
Mikil ólga hefur ríkt innan Evrópusambandsins síðustu daga og mikið hefur verið fjallað um leiðtogafund ESB-ríkjanna. Björn Bjarnason fyrrv. ráðherra og Stefán Jóhann Stefánsson fyrrv. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar munu fjalla um hver ákvörðun leiðtogafundarins var og hvað hún þýðir. Nánar