IPA – styrkir ESB

Vigdís Hauksdóttir, Alþingismaður

eftir Vigdísi Hauksdóttur, þingmann Framsóknarflokksins

Nú hefur Össur Skarphéðinsson lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem heimilar viðtöku ESB-styrkja að upphæð allt að 30 milljónum evra sem svara til um 5.000 milljóna íslenskra króna. Nú þegar hefur ríkisstjórnin tekið yfirdráttarlán af þessari upphæð því í fjárlögum fyrir 2012 voru færðar 596 milljónir. Það kom fram í umræðum á Alþingi nú í vikunni að hvorki utanríkisráðherra né fjármálaráðherra vissu um fyrirframgreiðsluna. Að ríkissjóður  taki að „láni“ fjárhæðir frá ESB og færi þær í fjárlög ríkisins án þess að heimild liggi fyrir frá Alþingi um hvort taka megi við styrkjunum eða ekki er í besta falli vafasöm athöfn. Þáverandi fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon ber mikla ábyrgð á þessum gjörningi og sífellt hækkar afglapastabbi hans í starfi.

Nánar

Íslensk stjórnvöld tefja ESB-ferlið

Steingrímur J. segist vilja flýta viðræðum við ESB en það er blekking.

Timo Summa sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi hefur sagt að íslensk stjórnvöld ákveði sjálf hraða viðræðnanna um aðild að ESB. Viðmið fyrir viðræður við þjóð sem á aðild að EES-samningnum líkt og við er eitt og hálft ár eða 16-18 mánuðir.

Umsókn Íslands var send í júlí 2009 eða hálfu þriðja ári, 30 mánuðum.

Íslensk stjórnvöld teygja lopann í viðræðum við ESB; Samfylkingin vegna þess að hún vill eiga til góða ófullgerðan samning við næstu kosningar og VG vegna þess að flokkurinn myndi endanlega klofna þegar samningur lægi fyrir.

Jón Bjarnason: ESB-styrkir eru mútufé

ESB- sinnar sækja nú hart á  Alþingi að samþykkja heimildir til að taka á móti ca 5 milljarða sérstökum beinum fjárstuðning (IPA) við Ísland til þess að tryggja að íslensk stjórnsýsla og stofnanir verði tilbúin til að yfirtaka allt regluverk ESB við lok samningsgerðar. Ráðstöfun þessa fjár skal njóta víðtækra skattfríðinda hér á landi..

Fjárstuðningurinn dreifist á næstu þrjú ár, en á þeim tíma á að ljúka samningsferlinu og aðlögun Íslands að ESB.

Mér kemur ekki á óvart  brennandi áhuga Samfylkingarinnar í að þiggja þessar fjárgjafir. En þeim mun mikilvægara er að þingmenn VG standi í lappirnar og komi í veg fyrir slíka mútuþægni.

Nánar

Evran: smíðagalli, ofurtrú eða svik? Kostir Íslands

Erindi á fundi Heimssýnar á Húsavík, 14. janúar 2012
Stefán Jóhann Stefánsson

Mér flaug í hug skipið Titanic þegar ég var að hugsa um Gjaldmiðilsbandalag Evrópu um daginn. Það er kannski ekki svo margt líkt með þessu tvennu. Og það er kannski ósanngjarnt að bera þetta saman. Samt hafa ýmsir sagt að það að ætla sér að ganga í ESB og taka upp evru væri eins og ef skipverjar á gömlu, en samt vel sjóhæfu skipi stykkju frá borði og klifruðu um borð í hið sögufræga farþegaskip,Titanic, eftir að það hafði rekist á ísjaka. Og ég hugsaði með mér: Er eitthvað líkt með þessu sögufræga skipi og þessari sögufrægu tilraun til að samhæfa peningamál í Evrópu með því að taka upp einn gjaldmiðil fyrir álfuna í stað margra?

Nánar

Evrópusambandið og veruleikinn

Halldóra Hjaltadóttir

Eftir Halldóru Hjaltadóttur – birtist í MBL 23. jan 2012

Ísland er eitt margra landa sem mynda Norðurálfu. Álfan er ekki eitt land, ekki samofin heild og getur aldrei orðið eitt land þrátt fyrir drauma hugsjónamanna. Löndin eru mörg og hvert öðru ólík. Þau hafa sína eigin menningu, sitt eigið tungumál, jafnvel sína eigin þjóð og sál sem aldrei verður föl.

Fæðing Evrópusambandsins var á sínum tíma fallegur draumur manna sem þráðu frið og efnahagslegan stöðugleika. Þeir ákváðu þó í fyllingu tímans að færa þetta efnahagsbandalag í átt til sambandsríkis, þvert á vilja almennings í aðildarríkjunum. Nánar

Evrugeddon – Lærum af reynslu Grikkja

Gústaf Adolf Skúlason

Gústaf Adolf Skúlason skrifar – birtist í MBL 20. jan 2012

Afleiðing af upptöku evrunnar og inngöngu Grikkja í ESB er harmleikur. Reiðin beinist gegn einveldisstjórn ESB, fremst Þýskalandi og Frakklandi: “Brauð, heilsa, frelsi!” hrópar fólkið og “þjófar!” að stjórnmála- og þingmönnum.

Í athyglisverðri heimildarmynd blaðakonunnar Alexöndru Pascalidou í sænska sjónvarpinu við nýár var raunveruleiki Grikkja sýndur. Eftir þáttinn styrktu margir Svíar barnaheimili SOS í Grikklandi en þangað er komið með börn, sem ekki fá mat heima fyrir. Vonandi þorir íslenska sjónvarpið að sýna þessa mynd. Nánar

Könnun: 52% vilja ekki taka upp evru

52% aðspurðra eru andvígir því að taka upp evru samkvæmt könnun MMR fyrir Andríki sem gerð var dagana 12. til 17. janúar sl.

Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að Ísland taki upp evru sem gjaldmiðil landsins?

Niðurstöðurnar eru afgerandi. Aðeins 28% landsmanna eru frekar eða mjög fylgjandi því að taka upp evru. Tæp 52% eru því frekar eða mjög andvíg. Fimmtungur segist hvorki fylgjandi né andvígur. Af þeim sem afstöðu taka eru 65% andvígir upptöku evru, en 35% fylgjandi.

Vaxandi andstaða við ESB-aðild

Í könnun Capacent-Gallup fyrir Heimssýn sögðust 63 prósent vera andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en 37 prósent fylgjandi, séu aðeins tekin svör þeirra sem tóku afstöðu.

Könnunin byggir á 1085 svörum við spurningunni ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?

Nánar

Evrópuumræðan hér og í Noregi

Ný skýrsla í Noregi um samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES-samninginn, varpar ljósi á ólíka stöðu Evrópuumræðunnar hér á landi og í Noregi.

Skýrslan er gerð að kröfu andstæðinga aðildar Noregs að Evrópusambandinu. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, sem kemur úr Verkamannaflokknum og er aðildarsinni, kom í veg fyrir að nefndin sem samdi skýrsluna myndi gera grein fyrir valkostum Noregs ef EES-samningunum yrði sagt upp.
Nánar

Framkvæmda­stjórn ESB setur ríkis­stjórn Ungverjalands úrslitakosti

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB

Evrópusambandið hefur hafið málarekstur gegn Ungverjalandi vegna nýrra stjórnarskrárákvæða um dómskerfið, bankakerfið og persónuvernd. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kynnti þetta á blaðamannafundi þriðjudaginn 17. janúar.

Næsta skref er að senda Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, þrjú bréf þar sem honum er kynnt ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Þess verður krafist að ríkisstjórnn afturkalli hin nýju ákvæði eða lagi þau að ESB-lögum. Nánar