Nú í upphafi ársins eru 18 mánuðir liðnir síðan naumur meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að ESB. Í ljósi mikillar umræðu undanfarið um vanda ESB, stöðu ríkisstjórnarinnar o.fl. þá er ágætt að fara aðeins yfir í hvaða stöðu ESB umsóknin er.
Óljós framtíð evrunnar!
Öllum er ljós sá mikli vandi sem steðjar að evrusvæðinu og þeim fer fjölgandi sem telja að evran muni ekki lifa af í óbreyttri mynd. Mönnum greinir á hvort mögulegt sé að bjarga henni en flestir telja einu fræðilegu lausnina að flytja aukin völd frá aðildarríkjum til Brussel. Dæmi um það væri að taka upp hærri ESB skatta sem renna bent til Brussel og úthluta fjármunum síðan með ESB fjárlögum. Samhliða verði að stíga stærri skref í átt til Sambandsríkis Evrópu heldur en gert hefur verið. Nánar