ESB í upphafi árs

Nú í upphafi ársins eru 18 mánuðir liðnir síðan naumur meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að ESB. Í ljósi mikillar umræðu undanfarið um vanda ESB, stöðu ríkisstjórnarinnar o.fl. þá er ágætt að fara aðeins yfir í hvaða stöðu ESB umsóknin er.

Óljós framtíð evrunnar!
Öllum er ljós sá mikli vandi sem steðjar að evrusvæðinu og þeim fer fjölgandi sem telja að evran muni ekki lifa af í óbreyttri mynd. Mönnum greinir á hvort mögulegt sé að bjarga henni en flestir telja einu fræðilegu lausnina að flytja aukin völd frá aðildarríkjum til Brussel. Dæmi um það væri að taka upp hærri ESB skatta sem renna bent til Brussel og úthluta fjármunum síðan með ESB fjárlögum. Samhliða verði að stíga stærri skref í átt til Sambandsríkis Evrópu heldur en gert hefur verið. Nánar

Rödd frá Noregi: hin ómögulega evra

Evran býr ekki til samevrópska vitund, segir norski prófessorinn Janne Haaland Matlary.

Það eru engin skynsamleg efnahagsleg rök fyrir tilvist evrunnar. Það er ekki síður áhyggjuefni að evrusamstarfið byggir á mjög veikum pólitískum og lýðræðislegum grunni. Auk þess eru evrulöndin með mjög ólík stjórnkerfi og samfélagsgerð. Munurinn á löndunum í suðri og austri annars vegar og í norðrinu hins vegar virðist ekkert vera að minnka. Samþykktir í Brussel munu hafa lítil áhrif því það er miklu lengra á milli orða og athafna í alþjóðlegu samstarfi en innan einstakra landa.

Þetta eru athyglisverð orð sögð af prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Osló sem heitir Janne Haaland Matlary.

Nánar

Örlagatímar í ESB – Danir í forystu

Þegar Danir taka við formennsku innan Evrópusambandsins, stjórna ráðherrafundum þess og móta pólitískar áherslur er þeim talið til tekna að standa utan evru-samstarfsins, fyrir bragðið sé auðveldara en ella fyrir þá að leiða þjóðir sambandsins utan og innan evru-svæðisins til samstarfs. Jafnframt er talið í dönskum blöðum að verulega muni reyna á hæfni danskra forystumanna af því að nú gangi Evrópusambandið í gegnum mestu erfiðleika í 53 ára sögu sinni. Nánar

Áskorun til Íslendinga

 Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópusambandsþinginu skrifar:

Kæru Íslendingar! Ég geri mér fulla grein fyrir því að þið standið nú frammi fyrir mjög erfiðum tímum – við stöndum raunar öll frammi fyrir mjög erfiðum tímum – en engir erfiðleikar eru svo miklir að aðild að Evrópusambandinu geti ekki gert þá verri. Ég skil vel að þið séuð í sárum og finnist þið standa ein á báti. Þið hafið fulla ástæðu til þess eftir ömurlega framkomu Gordons Browns í ykkar garð. En ef þið bregðist við með því að leggja niður lýðræðið ykkar og sjálfstæði þá festið þið ykkur í sömu vandamálum og þið eruð í núna um alla framtíð. Nánar

Undanþága frá stórríkinu?

Hjörtur J. Guðmundsson, fyrrum stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum skrifar:

Margir þeirra sem vilja að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu hafa verið iðnir við að fullyrða að fást muni undanþágur frá hinu og þessu í aðildarviðræðum við sambandið, þá einkum í sjávarútvegsmálum. Þessu hafa þeir lengi haldið blákalt fram þrátt fyrir að ráðamenn innan Evrópusambandsins hafi ítrekað sagt á undanförnum árum að varanlegar undanþágur séu ekki í boði af hálfu sambandsins enda hvorki vilji né fordæmi fyrir slíku. Nú síðast kom þetta fram í viðtali sem Fréttablaðið tók við Olli Rehn, stækkunarkommissar Evrópusambandsins, þann 8. nóvember sl. Nánar

Greinasafn eftir Björn Bjarnason

Atli Harðarson, heimspekingur skrifar:

Björn Bjarnason hefur sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálamanna fyrir óvenjulega skarpskyggni og rökfestu. Þessi kostir hans njóta sín vel í greinasafninu Hvað er Íslandi fyrir bestu? sem út kom hjá Bókafélaginu Uglu fyrir fáeinum dögum síðan.

Í bókinni eru 13 greinar sem allar fjalla um samband Íslands við Evrópusambandið. Sú elsta er frá árinu 2003 og sú nýjasta var rituð í desember 2008. Nánar