Þjóðaratkvæði um ESB fyrir næstu alþingiskosningar

Jón BjarnasonAðlögunarferlið að ESB heldur íslensku samfélagi í gíslingu.  Við ráðum í raun sáralitlu í þessari vegferð. „Evrópusambandið hefur sitt verklag“, eins og aðalsamningamaður Íslands segir í mbl. 21. febr.  Allsendis er óvíst hvenær ESB telur sig  og okkur tilbúin til að opna á viðræður  um stóra og viðkvæma málaflokka eins og sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og umhverfismál. Nánar

Magnús Orri Schram telur evruna milda skuldakreppuna

Frosti Sigurjónsson

Eftir Frosta Sigurjónsson

Magnús Orri Schram þingmaður skrifaði grein í Fréttablaðið 23. febrúar til að andmæla þeirri útbreiddu skoðun að skuldakreppa evrópu sé nátengd evrunni.

“Ekki er hægt að tengja kreppuna evrunni, heldur frekar að ákveðin ríki í Evrópu standa frammi fyrir erfiðleikum meðal annars vegna óráðsíu í rekstri og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar bankakerfi, og verðhækkana á eignum knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum.” Skrifar Magnús Orri. Nánar

Ísland hefur neitunarvald gagnvart EES

Páll H. Hannesson

Eftir Pál H. Hannesson, félagsfræðing

Er Ísland nauðbeygt, skv. EES-samningnum, til að taka upp allar gerðir ESB sem taldar eru falla undir EES-samninginn? Svarið við þeirri spurningu er NEI, Ísland þarf ekki að taka upp allar slíkar gerðir. Þetta er mikilvægt að hafa í huga, því í umræðu á Íslandi um ESB og EES hefur hinu gagnstæða oft verið haldið á lofti. Afleiðing hefur orðið sú að opinber umræða um þá löggjöf ESB sem tekin er upp hér á landi í gegnum EES-samninginn hefur oft kafnað í fæðingu, – ef að við höfum ekki möguleika til að andæfa lagaflaumnum, af hverju þá að eyða tíma í að ræða upptöku einstakra gerða? Nánar

Er um eitthvað að semja?

Eftir Hermann Aðalsteinsson bónda, Lyngbrekku – Birtist í Bændablaðinu 16.2.2012

Margir halda að Ísland standi í samningaviðræðum um aðild að ESB. Bara svona að kíkja í pakkann dæmi og sjá hvað er í boði, og ef okkur líst ekki á það sem er í boði getum við hætt við aðild og fellt hugsanlegan samning í þjóð-aratkvæðagreiðslu. Þetta er mikill misskilningur. Eina leið Íslands til þess að fá aðild að ESB er með fyrirfram aðlögun á því regluverki ESB, sem við höfum ekki þegar tekið upp vegna EES-samningsins, áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild kemur. Nánar

Tálbeitan sem fáa lokkar lengur

Ragnar Arnalds

Eftir Ragnar Arnalds – birtist í MBL 16. febrúar 2012

Margir hafa verið ginnkeyptir fyrir upptöku evru. Það er skiljanlegt með hliðsjón af þeim miklu sveiflum sem verið hafa á íslensku krónunni. En fæstir hafa áttað sig á því að þegar mörg ríki sem búa við mjög mismunandi aðstæður taka upp sameiginlegan gjaldmiðil myndast fyrr en síðar háskalegt misvægi, vegna þess að sömu vextir og gengi henta ekki öllum ríkjunum. Nánar

Sértrúarsöfnuðurinn ESB-sinnar

Páll Vilhjálmsson

eftir Pál Vilhjálmsson

Einkenni sértrúarsöfnuða er að dauðahald í kreddur og kennisetningar sem veruleikinn hefur afhjúpað sem kjánaskap og vitleysu. ESB-sinnar á Íslandi eru haldnir þessu einkenni í ríkum mæli. Evrópusambandið sem Ísland sótti um aðild að 16. júlí 2009 er ekki lengur til. Klofningur er staðfestur milli þeirra tíu ESB-ríkja sem standa utan evru-samstarfsins og hinna  17 sem nota evru sem lögeyri. Nánar

Björgun Evrunnar?

eftir Ásgeir Geirsson, varaformann Ísafoldar – félags ungs fólks gegn ESB-aðild

Evrópusambandið einkennist nú á dögum af óstöðugleika Evrunar. Angela Merkel og Nikolas Sarkozy fremstu menn þeirra þjóðríkja sem hafa hve mest vægi þjóðríkja innan vébanda Evrusvæðisins funda á viku fresti vegna óstöðugleikans. Út frá því spyr maður sjálfan sig, hvað um hin 15 ríkin sem hafa beina hagsmuni af þessum sameiginlega gjaldmiðli meginhluta Evrópusambandsins. Bretar hafa nú þegar ákveðið að segja sig frá þeirri nefnd er snýr að sambandinu sjálfu. Þó virðist sem markaðir virði þennan óstöðugleika lítils. Hvernig má það vera? Nánar

Kafteinn Evrópa og þjóðernishyggjan

Gunnar Bragi Sveinsson

eftir Gunnar Braga Sveinsson, þingmann Framsóknarflokksins

Það er freistandi fyrir óvandaða stjórnmálamenn, fræðimenn og aðra  sem telja sig þurfa að koma óorði á pólitíska andstæðinga að kenna þá við þjóðernisöfgar. Þetta bragð er þekkt í ríkjum þar sem Evrópuaðild er rædd, þ.e. að talsmenn ESB aðildar reyna að mála andstæðinga sína upp sem þjóðernisöfgamenn.  Til stuðnings þessu eru tínd til ýmis alvanaleg atriði eins og notkun íslenska fánans, sýningar á þjóðaríþróttinni og það að talað sé um tækifæri Íslands í framtíðinni á jákvæðan hátt. Í kjölfarið koma svo samlíkingar við fasisma og þjóðernisáróður þýskra nasista, sem í næstu setningu er svo minnt á að sé einmitt það sem ESB var upphaflega stofnað til að sporna gegn. Þannig gefur rökfærslan í skyn að þeir sem séu á móti ESB séu með þjóðernisöfgum og áróðri. Nánar