eftir Ásmund Einar Daðason formann Heimssýnar
Makríllinn hóf göngu sína á Íslandsmið fyrir nokkrum árum og skýrist það líklega af langtímabreytingum á veðurfari. Árið 2011 voru útflutningsverðmæti makríls 24 milljarðar króna. Aðeins þorskurinn skilaði þjóðinni meiri verðmætum úr sjó. Ísland stendur nú í deilu við Evrópusambandið vegna makrílsins.
Lengi vel tregðaðist sambandið við að viðurkenna fullveldisrétt Íslendinga og vildi einhliða skammta okkur hlutdeild í veiðunum. Möguleg skýring á afstöðu Brusselmanna er að ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Evrópusambandinu. Pólitísk framtíð annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, er háð því að Ísland verði aðili að ESB. Nánar