Sýnum andstöðu gegn ESB-aðild

Ásmundur Einar Daðasaon, formaður Heimssýnar, með sitt eintak.

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, býður nú upp á límmiða á heyrúllur sem gera það að verkum að bændur og landeigendur geta merkt rúllurnar og sett þær við vegi eða aðra áberandi staði til þess að vekja athygli á málstaðnum.

Þvermál límmiðanna er 120cm og eru þeir seldir á kostnaðarverði eða 5.000 krónur. Límmiðunum verður komið á svæði þess sem pantar, honum að kostnaðarlausu ef pantað er fyrir 15. júní.

Til þess að panta má fara á vefslóðina heimssyn.is/midar eða hringja í síma: 859-9107.

Heimssýn ályktar: sendiherra Þýskalands virði lýðræðið í landinu

Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen, skrifar grein í Morgunblaðið í gær þriðjudaginn 22. maí þar sem hann gerir tilraun til að réttlæta afskipti Evrópusambandsins af íslenskum innanríkismálum. Sendiherrann skrifar:

,,Ásökunin um afskipti af innanríkismálum er röng þegar af þeirri ástæðu, að aðildarviðræðurnar eru ekki innanríkismál, heldur hluti af utanríkisstefnu bæði Íslendinga og ESB.”

Framkvæmdastjórn Heimssýnar telur þessa túlkun sendiherra Þýskalands vera tilraun til að sniðganga lagaákvæði 1. tl. 41. gr laga nr. 16/1971 Lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband en þar stendur:

,,Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis.”

Framkvæmdastjórn Heimssýnar áréttar að lýðræðislegar kosningar eru fyrst og fremst innanríkismál og þær hætti ekki að vera það þótt þær fjalli í einhverjum tilvikum um utanríkismál.

Heimssýn hefur ákveðið að bjóða þýska sendiherranum til fundar þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að þjóðin hafi ráðrúm til að komast að sjálfstæðri niðurstöðu í þessu stóra máli.

Heimssýn fagnar því að kjósendur hafi góðan aðgang að hlutlausum upplýsingum um ESB og að innlendar fylkingar setji fram sín rök með og móti aðild. En hundruða milljóna kynningarátak ESB á kostum aðildar er ekkert annað en óheft inngrip fjársterks hagsmunaaðila sem skekkir jafnréttisgrundvöll hins beina lýðræðis.

Framkvæmdastjórn Heimssýnar hvetur íslensk stjórnvöld til að standa vörð um lýðræðið og hafna því áliti þýska sendiherrans að Evrópusambandið eigi íhlutunarrétt í íslensk innanríkismál.

Andstaða gegn aðild að ESB vex meðal krata í Svíþjóð

Helgina 4.-5. maí hélt sænska nei hreyfingin (Nej till EU) landsfund sinn í Västerås rétt fyrir utan Stokkhólm. Voru mættir fulltrúar aðildarfélaga þeirra ásamt gestum frá Íslandi, Noregi, Finlandi og Danmörku. Einnig hélt hagfræðingurinn Dr. Stefan de Vylder erindi um stöðu evrunar.

Þó svo að aðild Svíþjóðar að ESB ekki hefur verið rædd í dágóðan tíma í landinu er baráttu vilji hreyfingarinnar enn fyrir hendi.Það þótti sérstakt fagnaðarefni að samtök sænskra krata gegn ESB aðild skulu vera endurvakin, en fjöldi efasemdamanna um ágæti aðild landsins að ESB hefur farið vaxandi.

Endurvakning samtaka sænskra krata gegn ESB-aðild þykir mikil tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að flokkur krata (Socialdemokraterna) hefur ávallt verið mikill stuðningsaðili sænskrar aðildar.

Voru málefni Íslands meðal annars rædd á fundinum og vakti staða Íslands mikin áhuga fundargesta.

Kreppa ESB er kerfislæg

eftir Þórarin Hjartarson

Kosningarnar í Frakklandi og  og óljós loforð sósíalistans Francois Hollande um að auka skuli umsvif hins opinbera hefur glætt umræðuna um kreppuviðbrögð Evrópusambandsins.

Vinstrisinnaðir ESB-sinnar hafa löngum stillt evrópsku efnahagskerfi  upp sem skynsamlegum kapítalisma og „velferðarkapítalisma“, eðlisólíkum hinum ameríska, stjórnlausa. Í upphafi fjármálakreppunnar 2008 hældust þeir yfir hinu stýrða markaðskerfi með ríkisafskiptum hér austanhafs. Töldu að það myndi ekki lenda í forarvilpum frjálshyggjunnar í  „villta vestrinu“. Nánar