Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins hentar ekki hér á landi

Ólafur R. Dýrmundsson

Grein úr Bændablaðinu 14. júní 2012

Þátttaka mín í starfi Búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP), allt frá 1976, sem tengiliður Íslands við sambandið frá 1977, og í stjórn þess frá 2009, hefur nýst mér og ýmsum öðrum með margvíslegum hætti, ekki síst vegna persónulegra sambanda við fjölda fólks í landbúnaðarstofnunum og ráðuneytum í mörgum Evrópulöndum. Nánar

100 milljarðar evra til Spánar

Á síðustu dögum hefur komið í ljós að fjórða evru-ríkið er talið þurfa evrópskan “björgunarpakka”. Í þetta skiptið er það Spánn sem fær “aðstoð” Evrópusambandsins, en áður hafa grikkir, portúgalir og írar hlotið hjálp frá ESB.

Björgunarpakkinn sem ætlaður er Spáni nemur 100 milljörðum evra, en áætlað er að Ítalir standi fyrir 20% af pakkanum. Þetta þykir afar sérstakt þar sem ítalir sjálfir eru í miklum fjárhagsvanda og munu þeir því þurfa að fá lánað 20 milljarða evra á almennum markaði til þess að geta veitt spánverjum lán. Ákveðið hefur verið að lána spánverjum á 3% vöxtum, en vegna efnahagsstöðu Ítalíu verða ítalir að fá lánað á 7,2% vöxtum.

Þetta þýðir að ítölskum skattgreiðendum er gert að borga tæplega 60% af vaxtakostnaði spánverja af þessum 20 milljörðum, eða um það bil 840 milljónir evra á hverju ári. Spurningin er hvort ítalir hreinlega munu geta staðið undir þessu álagi og hvort þeir verði ekki næstir í röðinni til þess að fá “björgunarpakka” Evrópusambandsins?

En þetta mætti heyra á Evrópuþingi í gær: ræða Nigel Farage.