Um 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks andvígir ESB-aðild

79 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu og 80 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru andvíg aðild. Hlutfall andvígra í VG er 62 prósent. Kjósendur Samfylkingarinnar eru minnsti hópurinn sem er andvígur aðild, eða 12 prósent.

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu, eða 57,6 prósent. Hlynntir aðild eru 27,3 prósent, hlutlausir eru 15 prósent. Ef aðeins er reiknað með þeim sem tóku afstöðu þá eru 68 prósent andvígir en 32 prósent hlynntir.

Gallup gerði netkönnun fyrir Heimssýn. Úrtakið var 1450, fjöldi svarenda 848 eða 58,5 prósent. Spurningin var ,,Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?”

Staðfesta í afstöðu fólks var mæld með svarmöguleikunum ,,Að öllu leyti,” ,,Mjög” eða ,,Frekar” hlynnt(ur) eða andvíg(ur). Kjósendur Framsóknarflokksins voru harðir í afstöðu sinni; 42 prósent sögðust að öllu leyti andvíg, 18 prósent mjög andvíg og álíka stórt hlutfall var frekar andvígt. Af þeim 11 prósentum kjósenda Framsóknarflokksins sem voru hlynnt aðild, sögðust aðeins 3 prósent vera að öllu leyti eða mjög hlynnt aðild en 8 prósent frekar hlynnt.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sýna áþekka staðfestu í andstöðunni við ESB-aðild. Af 80% sem eru andvígir eru 43% að öllu leyti andvígir, 20 % mjög og 17% frekar á móti aðild. Álíka hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynnt ESB-aðild eða 12%. Af þeim eru 8% frekar hlynnt en aðeins 4% eru eindregnir aðildarsinnar, segjast alfarið hlynnt eða mjög hlynnt.

Kjósendur VG, sem almennt hafa orð á sér að vera afgerandi i afstöðu til pólitískra álitamála eru á hinn bóginn tvístígandi í andstöðu sinni. Af þeim 62% sem segjast andvígir eru 16% alfarið, 21% mjög og 25 frekar andvíg aðild. Óskýr skilaboð frá flokksforystunni gerir almenna kjósendur VG ráðvillta.

Kjósendur Samfylkingar, sem hlynntir eru aðild, um 70%, skiptast í 3 álíka hópa mælt í staðfestu (23% eru alfarið, 25 mjög og 22 frekar hlynnt). Um 18% kjósenda flokksins eru ekki með afstöðu og 12 prósent eru á móti ESB-aðild.

Allar kannanir sem gerðar hafa verið eftir að umsókn um ESB-aðild var send sumairð 2009 sýna andstöðu meirihluta þjóðarinnar.

Opinn fundur Herjans og Ísafoldar

Ísafold félag ungs fólks gegn ESB – aðild í samstarfi við Herjan félag stúdenta gegn ESB – aðild auglýsir málfund um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, nánar tiltekið 110. grein um framsal ríkisvalds og 111. gr um þjóðréttarsamninga. Fundurinn verður haldinn föstudaginn nk. 12. október í stofu 205 Lögbergi frá kl. 12:25 – 13:25.

Gestir í pallborði verða Ólafur Egill Jónsson lögfræðingur, Ómar Ragnarsson fréttamaður og stjórnlagaráðsfulltrúi, Gunnlaugur Snær Ólafsson upplýsingafulltrúi Heimssýnar og Pétur Gunnlaugsson stjórnlagaráðsfulltrúi og útvarpsmaður á Útvarpi sögu.

Fundarstjóri verður Brynja Halldórsdóttir laganemi og fv. formaður ÍsafoldarFundurinn verður haldinn í stofu 205 í lögbergi.

Allir Velkomnir