Gleðileg jól

Inline ImageHeimssýn óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsælda á komandi ári.

Samtökin þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg í baráttuni gegn ESB-aðild Íslands og á sama tíma hvetjum alla til þess að láta ekki deigan síga því slagurinn heldur áfram á komandi ári.

Njótið góðra stunda.

Stjórn Heimssýnar

Áhyggjufullir hestamenn

Fulltrúar Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að engin höft verða leyfileg á innflutningi lifandi dýra ef Ísland gerist aðildarríki sambandsins. Hestamenn hafa haft talsverðar áhyggjur af þessu og í grein í jólablaði Eiðfaxa má finna meðal annars eftirfarandi texta:

“Horfa verður til líðandi stundar. Forsvarsmenn hestamanna hafa bent á, að ef allt fer á versta veg, þá verði hægt að setja upp einangrunarstöðvar. En ég er hrædd um, að slíkar stöðvar samræmist ekki regluverki ESB og þar að auki myndu þær ekki hefta innflutning annarra hestakynja. Raunveruleikinn yrði sá, að hver sem er gæti flutt inn hross til landsins frá aðildarríkjum ESB. Einhliða bann af hálfu Íslands dygði ekki til. Viðkomandi fengi sér lögfræðing og kærði Ísland fyrir að brjóta grunnreglur ESB. Ein af meginreglum ESB er frjálst flæði á vöru milli aðildarríkjanna. Frá þeirri meginreglu hefur ESB aldrei vikið.”

Efni færslunar má finna á vefsíðu Eiðfaxa.

Ásmundur Einar og Unnur Brá endurkjörin á aðalfundi

Ásmundur Einar Daðason alþingismaður var endurkjörinn formaður Heimssýnar á aðalfundi samtakanna sem haldinn var miðvikudaginn 12. þessa mánaðar. Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður var endurkjörin varaformaður samtakanna á fundinum.

Á fundinum var farið yfir starfsemi samtakanna á liðnu ári og yfir hina pólitísku stöðu ESB-málsins hér á landi. Margir fundarmanna tóku til máls um stöðu mála. Ásmundur Einar sagði meðal annars að andstaða meðal þjóðarinnar við aðild að ESB væri að vaxa og nú væri svo komið að meirihluti þjóðarinnar væri því fylgjandi að umsóknin um aðild yrði dregin til baka. Þá sagði hann að nú væru að verða komin fjögur ár af þessari ESB-vegferð, það væri nóg og það væri kominn tími til að leggja umsóknina til hliðar.

Unnur Brá Konráðsdóttir sagði meðal annars að tryggja þyrfti góða umræðu um ESB-málin fyrir kosningarnar í vor. Hún sagði ánægjulegt að greina þann samhug sem ríkt hefði á fundinum og gott að sjá hina breiðu pólitísku samstöðu sem væri gegn aðild að ESB. Unnur Brá þakkaði Páli Vilhjálmssyni sérstaklega fyrir störf hans í þágu samtakanna, en Páll ákvað að láta af störfum á þessum tímamótum. Páll var kjörinn í stjórn samtakanna ásamt fjölda annarra,

Aðalfundur Heimssýnar

Heimssýn heldur aðalfund 12. desember á Thorvaldsen bar á Austurstræði kl. 20:00.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga. 3. Umræður um skýrslu og reikninga. 4. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár og tveggja endurskoðenda. 5. Ákvörðun árgjalds. 6.Önnur mál.