Fundur um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB

Þriðjudaginn þann 5. febrúar 2013 klukkan 12:00 í Norræna húsinu, mun Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, standa fyrir opnum fundi um framtíð aðildarumsóknar Íslands að ESB. Framtíð aðildarumsóknarinnar mun fyrst og fremst vera ráðin af afstöðu flokkanna til málsins og árangur þeirra í kosningunum í vor.

Þá hefur Heimssýn ákveðið að gefa kjósendum tækifæri til þess að kynna sér afstöðu flokkanna til málsins og heldur því opinn fund um málið. Í fyrri hluta fundarins fær hver frummælandi að kynna afstöðu sína og síns flokks, en í seinni hluta verður fundargestum gefið færi á að koma með spurningar úr sal. Nánar

“Við gleymum því stundum að fullveldið er fjöreggið okkar” – segir Þórhallur Heimisson

Í pistli sínum á pressan.is segir Þórhallur meðal annars:

“Sigur Íslands í deilunni við Breta, Hollendinga og Efnahagsbandalagið um Icesave- reikningana, minnir okkur á hversu litlu getur oft munað að við glötum frelsi okkar og fullveldi. Í þessu tilviki var það einn maður sem stòð á mòti kröfunni um fullveldisafsal, forsetinn, og gaf þannig þjòðinni tækifæri til að rísa gegn misvitrum stjòrnmálamönnum og erlendu valdi. Því ef Icesave- samningarnir hefðu verið keyrðir í gegn, hefðum við glatað fjárhagslegu fullveldi. Nánar

Fögnum sigri Íslands

 

Advice hópurinn og Indefence ætla að fagna niðurstöðunni í Icesave-málinu á Slippbarnum klukkan fimm í dag.

Slippbarinn er á Mýrargötu 2.

Heimssýn hvetur alla til þess að mæta!

 

Ísland sigrar í Icesave-málinu

EFTA dómstóllinn hafnaði í dag öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Icesave málinu en dómur var kveðinn upp í Lúxemborg í morgun. Þá var ESA og Evrópusambandinu gert að greiða málskostnað.

Meira um málið er að finna hér.

ESB-aðild óþarfi, segir forseti Íslands

“það eru fá lönd sem hafa heppnast jafn vel og Sviss. Sjáið líka Noreg og mitt land, Ísland. Okkur hefur tekist að vinna ú efnahagskreppuni betur en flestum í Evrópu. Það er því erfitt að halda því fram að maður þurfi að vera með aðild að ESB til þess að vel takist til.” Þetta var meðal þess sem Ólafur Ragnar Grímsson sagði nýlega í viðtali við fréttstofuna Bloomberg er hann var staddur í Davos í Sviss á dögunum.

Meira um þetta má finna hér.

Ísland talið geta orðið annað Bretland í ESB

Í nýlegri frétt á mbl.is segir:

„Evrópusambandið höfðar greinilega ekki til Íslendinga lengur. Efnahagserfiðleikarnir og óljós framtíð evrunnar, þrátt fyrir allar björgunartilraunir ráðamanna í Brussel, sýna sambandið eins og gamlan bát í stórsjó.“

 

File:JEF logo.svgÞetta segir Alessio Pisanò, pistlahöfundur á vefsíðu samtakanna Young European Federalists sem starfað hafa frá árinu 1972 og berjast fyrir því að til verði eitt evrópskt sambandsríki. Tilefni skrifa hans á síðuna er ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að hægja á viðræðunum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Nánar

Bandaríkjamenn og Þjóðverjar leggja að Cameron í ESB-málum

Þjóðverjar vöktu reiði Breta fimmtudaginn 10. janúar þegar boð bárust frá stuðningsmanni Angelu Merkel kanslara um að David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætti ekki að beita aðra„fjárkúgun“ með hótun um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Þetta segir frétt á vef Evrópuvaktarinnar.

Gunther Krichbaum, formaður Evrópunefndar þýska þingsins, sagði að með þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi yrði tekin mikil áhætta, atkvæðagreiðslan kynni að lama Evrópu og að kalla efnahagsvandræði yfir Breta. Nánar