Vanhæf samningnefnd? Vanhæf ríkisstjórn?

G. Tómas GunnarssonEftirfarandi pistil má finna á bloggsíðu G. Tómasar Gunnarssonar.

Það er hreint með eindæmum hvað ríkisstjórn Íslands, samninganefndin og “Sambandið” vilja draga þessar samningnaviðræður á langinn.

Það veitti líklega ekki af því að Íslendingingum verði gerð grein fyrir þeim árangri sem náðst hefur í viðræðunum nú þegar. Nánar

63,3% andvíg inngöngu í ESB

MMR kannaði nýlega afstöðu almennings til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 24,2% hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið nú, borið saman við 25% í síðustu mælingu (15-20 janúar 2013). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63,3% vera andvíg því að Ísland gengi í Evrópusambandið nú, borið saman við 62,7% í janúar.

Afstaða til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið var breytileg á milli hópa. Karlar voru hlynntari inngöngu Íslands í ESB en konur en af þeim sem tóku afstöðu sögðust 28,5% karla hlynntir, borið saman við 19,2% kvenna.

Segir í frétt á mbl.is

Upptaka af fundi Heimssýnar í Norræna húsinu

Almennur fundur Heimssýnar markar upphaf þeirrar baráttu sem framundan er svo  standa megi vörð um fullveldi Íslands.  Heimssýn þakkar frummælendum á fundinum  fyrir málefnalega umræðu sem varpaði ljósi á hvernig stjórnmálaflokkarnir ætla að halda á því mikla deilumáli sem umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er.  Ljóst er að það er mikið verk framundan að koma á framfæri upplýsingum til almennings um stöðu landa innan Evrópusambandsins og það fullveldisframsal sem innganga Íslands hefði í för með sér.  Heimssýn vill einnig þakka Páli Magnússyni fyrir að taka að sér stjórn fundarins.

Hér fyrir neðan má finna upptöku af fundi Heimssýnar þann 5. febrúar 2013 í Norræna húsinu.

Sjávarútvegsstefna ESB (CFP) verður ráðandi

„Ég tel að þau ríki Evrópusambandsins þar sem sjávarútvegur er til staðar eigi að vera undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins sett,“ segir Lucinda Creighton, Evrópuráðherra Írlands, spurð hvort hún telji að Ísland gæti haldið fullum yfirráðum yfir íslensku fiskveiðilögsögunni ef til inngöngu landsins í Evrópusambandið kæmi og þannig fengið undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu þess.

Meira um þetta hér.