Stúdentar gera úttekt á framboðum

Herjan – félag stúdenta gegn ESB-aðild, hefur gert úttekt á afstöðu flokkana í Evrópumálum. Hana má finna hér fyrir neðan:

Framsóknarflokkurinn:“ Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu”

Sjálfstæðisflokkurinn: “Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.”

Vinstri hreyfingin grænt framboð: “Landsfundur Vinstri grænna telur að Íslandi sé best borgið utan ESB en vill ljúka aðildarviðræðum við ESB og setja ferlnu tímamörk til dæmis 1 ár frá kosningum. Þjóðin kjósi síðan um niðurstöður aðildarviðræðanna.” Nánar

Nýr fréttavefur um Evrópumál

Nýlega var opnaður nýr fréttavefur um Evrópumál undir merkjum “Nei við ESB”.

Að vefnum Nei við ESB (www.neiesb.is) standa nokkur samtök sem telja það ekki þjóna hagsmunum Íslendinga að Ísland gerist aðli að ESB. Á vefnum verður að finna upplýsingar um Evrópusambandið, málefni þess og þróun, um stöðu einstakra ríkja í sambandinu, um evruna og Gjaldmiðilsbandalag Evrópu og um stöðu Íslands í þessu samhengi.

Þau samtök sem standa að opnun vefjarins Nei við ESB í dag og að ferð fimmmenninganna til Brussel eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Timo Summa lætur af störfum

Á vefsíðu Evrópuvaktarinnar má lesa að starf sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi hefur verið auglýst. Timo Summa sem gegnt hefur embættinu er á förum. Ashton barónessa, utanríkisráðherra ESB, mun eiga síðasta orðið um hinn nýja sendiherra. Hann verður valinn úr hópi embættismanna ESB eða úr hópi manna sem ríkisstjórnir einstakra aðildarríkja tilnefna.

Auglýsingin um hið lausa sendiherraembætti á Íslandi birtist innan ESB í apríl. Timo Summa hefur gegnt embættinu hér í þann árafjölda sem er eðlilegur þjónustutími samkvæmt reglum ESB en hann tók hér til starfa á árinu 2009. Það er þó einnig talið hafa ráðið nokkru um brottför hans héðan nú að framganga hans vegna aðildarumsóknar Íslands hefur sætt mikilli og vaxandi gagnrýni. Nánar