Frá framkvæmdastjórn Heimssýnar:
Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum hvetur stjórnarflokkana til þess að standa við stefnu sína um að hætta formlega aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið. Heimssýn hvetur einnig utanríkisráðherra til þess að sýna áfram staðfestu í málinu.
Nú hefur verið sannað að um er að ræða aðlögunarferli en ekki könnunarviðræður eins og oft hefur verið haldið fram. Sú staðreynd að IPA-styrkirnir hafa verið stöðvaðir af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um leið og ferlið var stöðvað sýnir að þeir voru ætlaðir til þess að laga íslenska stjórnsýslu að lögum og reglum sambandsins. Nánar