Lögformlegt ferli um að draga umsóknina að ESB til baka – farið af stað

Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki.

(Lögð fyrir Alþingi á 143. löggjafarþingi 2013–2014.)

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt ályktar Alþingi að ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu. Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að treysta tvíhliða samskipti og samvinnu við Evrópusambandið og Evrópuríki. Nánar

Baráttufundir Nei við ESB, Heimssýnar, Ísafoldar og Herjunnar

Afturköllum umsóknina að ESB – hér er skýrslan

Það var áfangasigur að aðlögunarviðræðurnar við ESB voru stöðvaðar. Samtökin Nei við ESB efna til baráttufunda til að fylgja því eftir að umsóknin verði endanlega afturkölluð. Næstu mánuðir geta skorið úr um hvort ríkisstjórn og Alþingi geri það eina sem réttast er – afturkalla umsóknina. Fyrstu baráttufundir eru:

  • Á Sauðárkróki, Kaffi Krók, miðvikudaginn 19. febrúar, kl.20:30
  • Á Blönduósi, Pottinum og Pönnunni, fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 20:30
  • Í Reykjavík, skrifstofa Heimssýnar á Lækjartorgi, 2. hæð, 25. Febrúar, kl. 20:00 Nánar