1. maí ganga og kaffi á morgun

Heimssýn félag sjálfstæðissinna í evrópumálum, Ísafold – félag ungs fólks gegn ESB – aðild og Herjan, félag stúdenta gegn ESB aðild ganga saman 1. maí undir formerkjum Nei við ESB.

  1. Við óskum launafólki til hamingju á hátíðisdegi verkalýðsins.
  2. Á Íslandi teljum við það sjálfsagt að hafa vinnu.
  3. Í Evrópusambandinu eru yfir 27 milljónir manna án atvinnu.
  4. Við teljum hagsmunum verkalýðsins á Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins.

Mæting við Hlemm kl. 13:00 og allir hjartanlega velkomin í kaffi kl. 15:00 – 17:00 á skrifstofunni að Lækjartorgi 5. Gengið er inn frá Lækjartorgi og er skrifsofan á annarri hæð í lyftuhúsi.

Heisbourg um evruna og ESB: Laugardag 5. apríl 11–12

Einn kunnasti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum, François Heisbourg, heldur fyrirlestur um evruna og Evrópusambandið á vegum Heimssýnar, RNH og Þjóðráðs  laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 11–12 í Odda, stofu O-202, í Háskóla Íslands. Heisbourg fæddist 1949 og hlaut menntun sína í franska stjórnsýsluháskólanum, L’École nationale d’administration (ENA). Hann starfaði í franska utanríkisráðuneytinu frá 1978 til 1984 og var þá meðal annars öryggisráðgjafi utanríkisráðherra Frakklands. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri vopna- og raftækjasmiðjunnar Thomson-CSF 1984–1987, eftir að Mitterand forseti hafði þjóðnýtt hana, og forstöðumaður IISS, International Institute for Strategic Studies, í Lundúnum 1987–1992. Hann hefur síðan gegnt margvíslegum störfum, meðal annars kennt við háskóla og verið ráðgjafi ýmissa stofnana og ráða. Hann hefur verið stjórnarformaður IISS frá 2001.