Fréttatilkynning frá NEI við ESB

Samtökin Nei við ESB, Heimssýn, Ísafold og Herjan skora á ríkisstjórn og Alþingi að samþykkja  tillögu utanríkisráðherra  um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Samtökin NEI við ESB  hvetja  Alþingi til að afgreiða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar  um afturköllun umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu þegar á þessu þingi.

Samtökin telja að Ísland eigi áfram að áfram sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.Gangi Ísland í ESB myndi vald yfir veigamiklum þáttum fullveldis þjóðarinnar færast til Brüssel. ESB fer með völd á sífellt fleiri sviðum þjóðlífs aðildarríkjanna og áhrif smáríkja fara á sama tíma minnkandi. Ítarlegar skýrslur um aðildarferlið og stöðu ESB, hafa sýnt að ekki verður lengra gengið í viðræðunum nema Alþingi samþykki eftirgjöf á þeim skilyrðum sett voru með umsókninni. ESB sem ræður för og setur skilyrði og tímamörk fyrir innleiðingu reglna sambandsins í landsrétt. Svo vitnað sé orðrétt í Evrópusambandið sjálft : Aðildarviðræður snúast um skilyrði um tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu.  Um þessar reglur … verður ekki samið.“ Það er því eðlileg niðurstaða að Alþingi samþykki fyrirliggjandi tillögu ríkisstjórnarinnar um afturköllun umsóknar um aðild að ESB.