Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember 2014

Fullveldishátíð Heimssýnar verður haldin á Hótel Sögu annað kvöld, mánudagskvöldið 1. desember 2014 klukkan 20.00 á Hótel Sögu. Hátíðarræðu flytur dr. Atli Harðarson, heimspekingur og fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands og nú lektor við Háskóla Íslands.

Fullveldishátíð Heimssýnar 1. desember 2014

Heimssýn fagnar fullveldisdeginum 1.desember næstkomandi mánudagskvöld í Snæfelli á Hótel Sögu klukkan 20.00 með fjölbreyttri dagskrá:

Hátíðarræða: Dr. Atli Harðarson fyrrverandi skólameistari, lektor við Háskóla Íslands.

Ávörp:
Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar.
Jóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður og varaformaður Heimssýnar.
Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild.

Tónlist:
Hópur söngvara og hljóðfæraleikara flytur söngva úr Söngvasafni Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings.
Hljómsveitin Reggie Óðins flytur nokkur lög.
Þorvaldur Þorvaldsson syngur við undirleik Judy Þorbergsson.
Fjöldasöngur

Kaffiveitingar

Allir eru hjartanlega velkomnir

1.desember 1918 öðlaðist Ísland fullveldi á ný eftir áratuga og alda baráttu.

Stöndum vörð um fullveldið!