60 prósent landsmanna eru andvígir inngöngu í ESB

Þegar reiknað er með þeim sem taka afstöðu í könnun sem Capacent gerði fyrir Heimssýn eru 60 prósent sem vilja ekki að Ísland gangi í ESB. Þegar tekið er mið af því að 18% svarenda eru hvorki hlynntir né andvígir inngöngu þá eru 32,8% fylgjandi og 49,1% andvíg inngöngu.

Könnun Capacent var framkvæmd  á bilinu 29. janúar til 5. þessa mánaðar. Þetta var netkönnun og var úrtakið 1450 manns á landinu öllu, 18 ára og eldri, sem voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Svarshlutfall var 60,6%, sem telst vera nokkuð gott.

Meðal íbúa Reykjavíkur og allra annarra sveitarfélaga voru þeir fleiri sem voru andvígir inngöngu í ESB. Jafnframt voru þeir fleiri meðal allra aldurshópa sem voru andvígir inngöngu. Hið sama gilti um kynin. Þar voru þeir einnig fleiri, bæði meðal karla og kvenna sem voru andvíg inngöngu í ESB. Tíu prósentum fleiri karlar reyndust andvígir inngöngu en meðmæltir. Munur meðal kvenna er enn meiri. Meðal þeirra eru tuttugu og fjórum prósentum fleiri sem eru andvígir inngöngu en hlynntir.

Opinn stjórnarfundur Heimssýnar

Á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar, verður haldinn opinn stjórnarfundur Heimssýnar um stöðuna í Evrópusambandsmálunum hér heima og erlendis, ekki hvað síst í ljósi nýafstaðinna kosninga í Grikklandi.

Sérstakur gestur fundarins er Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu og hefst klukkan 20.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum Heimssýnar.

Stjórn Heimssýnar

Stjórn Heimssýnar

Stjórn Heimssýnar á starfsárinu 2014 til 2015 skipa eftirfarandi: Jón Bjarnason formaður, Jóhanna María Sigmundsdóttir varaformaður, Halldóra Hjaltadóttir ritari, Erna Bjarnadóttir gjaldkeri.

Framkvæmdastjórn skipa auk ofangreindra: Ásdís Helga Jóhannesdóttir, Ásgeir Geirssonm, Stefán Stefánsson, Vigdís Hauksdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson.

Aðrir í stjórn eru:  Anna Ólafsdóttir Björnsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Örn Steingrímsson, Bjarni Harðarson, Elísabet Svava Kristjánsdóttirn, Frosti Sigurjónsson, Gísli Árnason, Guðjón Ebbi Guðjónsson, Guðni Ágústsson, Gunnar Guttormsson, Gunnlaugur Ingvarsson, Haraldur Hansson, Haraldur Ólafsson, Hörður Gunnarsson, Ívar Pálsson, Jakob Kristinsson, Jón Árni Bragason, Jón Ríkharðsson, Jón Torfason, Kristinn Dagur Gissurarson, Lilja Björg Ágústsdóttir, Óðinn Sigþórsson, Ólafur Egill Jónsson, Ólafur Hannesson, Páll Vilhjálmsson, Pétur H. Blöndal, Ragnar Arnalds, Ragnar Stefán Rögnvaldsson, Sif Cortes, Sigurbjörn Svavarsson, Sigurður Þórðarson, Styrmir Gunnarsson, Viðar Guðjonshen, Þollý Rósmundsdóttir og Þóra Sverrisdóttir.