Fundur í dag: Er Noregur að snúa baki við EES?

Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB
(Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi í dag, 21. mars kl.
17:30 um breytta afstöðu í Noregi til EES-samningsins.

Á síðustu misserum hefur umræðan um EES í Noregi tekið nýja stefnu, bæði
hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, samtökum
og sérfræðingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst
með framkvæmd EES um árabil og skrifað greinar og skýrslur um
ýmis mál og rannsakað áhrifin af tilskipunum og öðrum
valdboðum frá EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um
þróunina í umræðunni og í framkvæmd EES-samningsins sem og um
mikil hagsmunamál á borð við 3. orkulagabálkinn. Hann
segir frá því hvernig umræðan um fullveldið og EES hefur þróast í
Noregi og fjallar um valkosti Noregs og þar með Íslands við
EES en breytingin sem verður með Brexit er síst minni fyrir Noreg
en Ísland.

Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í Evrópusambandið.

 

ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

 

Heimssýn, Frjálst land, Herjan og Ísafold

Fullveldishátíð Heimssýnar á laugardag kl. 20:00 í Ármúla 4-6

Fullveldishátíð Heimssýnar 2018 í tilefni af fullveldi Íslands í heila öld verður haldin í húsakynnuum Heimssýnar, Ármúla 4-6, klukkan 20:00 til 22:00 á fullveldisdaginn, laugardaginn fyrsta desember næstkomandi.

Dagskrá:

Hátíðarræða: Bjarni Harðarsson bóksali og fyrrverandi þingmaður.

Heiðursgestur: Eirik Faret Sakariassen, borgarfulltrúi í Stavanger.

Tónlist og léttar veitingar.

Allir velkomnir.

Opinn fundur um orkumál, ESB og Ísland

Opinn fundur um aukið vald Evrópusambandsins í orkumálum hér á landi verður haldinn á morgun klukkan 17.15 í stofu HT-102, Háskólatorgi í Háskóla Íslands við Sæmundargötu 4 í Reykjavík. Fyrsti frummælandi á fundinum er Peter T. Örebech, lögfræðiprófessor við Háskólann í Tromsö í Noregi, en hann hefur bent á að ESB muni fá verulega aukið vald yfir orkumálum hér á landi við samþykkt svokallaðs þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins. Aðrir frummælendur á fundinum verða Vigdís Hauksdóttir lögfræðingur og Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur.

Á fundinum verður fjallað um stefnu Evrópusambandsins í orkumálum og hvaða áhrif hún getur haft á þennan málaflokk hér á landi. Fjallað verður um eftirtaldar spurningar:

– Hvaða vald fær orkustofa Evrópusambandsins og landsreglarinn og hvernig munu þessir aðilar beita því?

– Hver er stefna Evrópusambandsins í orkumálum og er skynsamlegt að Íslendingar undirgangist hana?

– Munu íslensk stjórnvöld missa vald til að ákveða hvort sæstrengur verður lagður eða ekki?

– Er best fyrir Íslendinga að afþakka orkulöggjöfina? Hvernig mun Evrópusambandið bregðast við höfnun?

Að loknum erindum frummælendanna, Peters, Vigdísar og Bjarna, verða almennar umræður.

Fundarstjóri verður Haraldur Ólafsson, prófessor og formaður Heimssýnar.

Fundurinn er opinn og allir eru velkomnir. Fundarboðendur eru Ísafold, Herjan og Heimssýn.

Haraldur Ólafsson kjörinn formaður Heimssýnar

Har_KathrHaraldur Ólafsson prófessor var í gær kjörinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins sem var haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík. Haraldur tekur við formennsku af Ernu Bjarnadóttur sem verið hefur formaður síðastliðið ár, en hún var áður gjaldkeri félagsins og í framkvæmdastjórn til nokkurra ára. Á aðalfundinum í kvöld voru samþykktar ályktanir sem nánar verður greint frá síðar, auk þess sem Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU í Noregi, flutti stórfróðlegt erindi um það hvernig EES-samningurinn dregur smám saman úr fullveldi Noregs ef ekki er spyrnt við fótum. Um þessar mundir snýst baráttan um að halda orkumálum utan áhrifasviðs EES og ESB, sem er nokkuð sem fremur lítið hefur verið rætt hér á landi til þessa. 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á aðalfundinum í kvöld. Á efstu myndinni eru Haraldur Ólafsson, nýkjörinn formaður Heimssýnar og Kathrine Kleveland, formaður norsku samtakanna Nei til EU. Á næstu mynd er Erna Bjarnadóttir, fráfarandi formaður Heimssýnar, Kathrine Kleveland og Haraldur Ólafsson. Á þriðju myndinni má sjá Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann, í ræðustól á fundinum.

 

E_K_H

 

frosti

Aðalfundur Heimssýnar

Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn fimmtudaginn 1. mars næstkomandi á Hótel Sögu við Hagatorg. Hann hefst klukkan 17.15 með hefðbundinni aðalfundardagskrá, en klukkustund síðar, eða klukkan 18.15 hefst svo opinn fundur með Kathrine Kleveland, formanni Nei til Eu í Noregi.

Kathrine mun einkum fjalla um innleiðingu orkulöggjafar ESB í EES-samninginn.  Fyrirhugað er að setja á stofn orkueftirlit sem lýtur tilskipunum ACER, Orkustofu ESB og ESA, með svipuðum hætti og fjármálaeftirlit lýtur tilskipunum frá Evrópusambandinu.

Markmið ACER er að þróa sameiginlegan orkumarkað í ESB-ríkjunum þar sem meintir hagsmunir ESB-svæðisins ganga framar hagsmunum einstakra ríkja. Á það meðal annars við um raflínur og orkuflutning milli landa. Hvort tveggja mun lúta stjórn Evrópusambandsins. kathrine_kleveland

Kathrine mun einnig ræða andstöðu í Noregi við þessa þróun. Umræðan hér á landi er skammt á veg komin og því verður áhugavert að heyra af umræðunni í Noregi um þetta mál.

 

Dagskrá fundarins  sem hefst kl. 17:15 er svohljóðandi:

 1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla formanns
 3. Reikningar
 4. Umræður um skýrslur og reikninga
 5. Kosning formanns og varaformanns
 6. Kosning aðalstjórnar
 7. Önnur mál
  – EES-samningurinn.
 1. Opinn fundur með Kathrine Kleveland formanni Nei til EU í Noregi.
 2. Fundarslit

Félagar í Heimssýn eru hvattir til að fjölmenna.

Aðalfundur Heimssýnar 1. mars 2018

IslandNorgeAðalfundur Heimssýnar verður haldinn fimmtudaginn 1. mars næstkomandi á Hótel Sögu við Hagatorg. Hann hefst klukkan 17.15 með hefðbundinni aðalfundardagskrá, en klukkustund síðar, eða klukkan 18.15 hefst svo opinn fundur með Kathrine Kleveland, formanni Nei til Eu í Noregi.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

 1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla formanns
 3. Reikningar
 4. Umræður um skýrslur og reikninga
 5. Kosning formanns og varaformanns
 6. Kosning aðalstjórnar
 7. Önnur mál
  – EES-samningurinn.
 1. Opinn fundur með Kathrine Kleveland formanni Nei til EU í Noregi.
 2. Fundarslit

Félagar í Heimssýn eru hvattir til að fjölmenna.

Þjóðtungan og fullveldið

Fullveldið og þjóðtungan verður til umræðu á hátíðarfundi Heimssýnar föstudaginn fyrsta desember næstkomandi klukkan 20:30 í Ármúla 4 í Reykjavík. Þá mun Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist, rithöfundur, verðlaunaður þýðandi og fyrrum forystumaður í samtökum rithöfunda og þýðenda, fjalla stuttlega um baráttuna við að viðhalda þjóðtungunni. Að því loknu mun einn af verðlaunarithöfundum í yngri kantinum lesa upp úr verkum sínum. Það er Dagur Hjartarson, sem hefur gefið út bæði ljóð og skáldsögu og hlotið fyrir verk sín bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Ræktum fullveldisdaginn og þjóðtunguna.

Allir í Ármúla 4 (2. hæð) föstudaginn 1. desember 2017 klukkan 20:30.

Nefndin

Myndir af frummælendum:
Rúnar Helgi Vignisson og Dagur Hjartarson.

Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar

IMG_0955Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar var kjörin á fundi stjórnar samtakanna þriðjudaginn 18. apríl 2017. Erna Bjarnadóttir hafði verið kjörin formaður á aðalfundi nýlega þar sem Halldóra Hjaltadóttir var kjörin varaformaður. Á stjórnarfundinum á þriðjudag voru aðrir fulltrúar í framkvæmdastjórn kjörnir og er framkvæmdastjórn þá þannig skipuð: Erna Bjarnadóttir formaður, Halldóra Hjaltadóttir varaformaður, Páll Marís Pálsson ritari, Haraldur Ólafsson gjaldkeri, og Ásgeir Geirsson, Frosti Sigurjónsson, Sif Cortes, Stefán Stefánsson og Þollý Rósmundsdóttir meðstjórnendur. Varafulltrúar í framkvæmdastjórn voru kjörin: Ásdís Jóhannesdóttir, Birgir Steingrímsson, Guðni Ágústsson, Gunnlaugur Ingvarsson, Kristinn Dagur Gissurarson, Ólafur Hannesson, Ragnar Arnalds, Sigurður Þórðarson, Styrmir Gunnarsson, Vigdís Hauksdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson.

Á stjórnarfundinum flutti Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, áhugavert erindi um neytendamál og urðu umræður um það góðar. Á efstu myndinni er Ólafur í ræðustól en sitjandi eru frá vinstri: Erna Bjarnadóttir formaður Heimssýnar, Þollý Rósmundsdóttir meðstjórnandi og Vigdís Hauksdóttir fundarstjóri.

Ný stjórn kjörin í Heimssýn

erna_bjarnadottirÁ aðalfundi Heimssýnar í kvöld var ný stjórn kjörin. Jón Bjarnason lét af starfi formanns og Jóhanna María Sigmundsdóttir lét af starfi varaformanns. Í þeirra stað var Erna Bjarnadóttir kjörin formaður og Halldóra Hjaltadóttir var kjörin varaformaður. Eftirtaldir aðrir voru kjörnir í stjórn:

Anna Ólafsdóttir Björnsson
Ásdís Helga Jóhannesdóttir
Ásgeir Geirsson
Ásmundur Einar Daðason
Birgir Örn Steiingrímsson
Bjarni Harðarson
Bjarni Jónsson
Elísabet Svava Kristjánsdóttir
Eyþór Arnalds
Frosti Sigurjónsson
Guðjón Ebbi Guðjónsson
Guðni Ágústsson
Gunnar Guttormsson
Gunnlaugur Ingvarsson
Haraldur Líndal
Haraldur Hansson
Haraldur Ólafsson
Hörður Gunnarsson
Ívar Pálsson
Jakob Kristinsson
Jóhanna María Sigmundsdóttir
Jón Bjarnason
Jón Árni Bragason
Jón Ríkharðsson
Jón Torfason
Kristinn Dagur Gissurarson
Lilja Björg Ágústsdóttir
Óðinn Sigþórsson
Ólafur Egill Jónsson
Ólafur Hannesson
Páll Marís Pálsson
Páll Vilhjálmsson
Ragnar Arnalds
Ragnar Stefán Rögnvaldsson
Ragnar Stefánsson
Sif Cortes
Sigurbjörn Svavarsson
Sigurður Þórðarson
Stefán Stefánsson
Styrmir Gunnarsson
Vésteinn Valgarðsson
Viðar Guðjonshen
Vigdís Hauksdóttir
Þollý Rósmundsóttir
Þorvaldur Örn Árnason
Þorvaldur Þorvaldsson
Þorvarður B. Kjartansson
Þóra Sverrisdóttir
Ögmundur Jónasson

Bréf til félaga í Heimssýn

jon_bjarnasonÁgæti félagi

Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, þakkar stuðning þinn og baráttu fyrir málstað hreyfingarinnar og fagnar þeim árangri að Evrópusambandsumsóknin hafi verið stöðvuð. Barátta Heimssýnar og félaga á drjúgan hlut í að skila þeim árangri.

Starfsemin að undanförnu

Framkvæmdastjórnin ásamt varastjórn kemur reglulega saman tvisvar í mánuði og heldur stærri opna fundi um einstök málefni nokkrum sinnum á vetri. Jafnframt er sjónarmiðum Heimssýnar reglulega komið á framfæri á vefjunum www.heimssyn.is, www.heimssyn.blog.is eða með greinarskrifum, viðtölum við fjölmiðla, auglýsingum og fundum.

Heimssýn rekur skrifstofu í Ármúla 4, Reykjavík þar sem jafnframt er fundaraðstaða.

Meðal þeirra sem komið hafa á opna fundi Heimssýnar í vetur eru Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Hörður Kristinsson, ritstjóri Bændablaðsins, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. Auk þess hafa einstakir stjórnarmenn Heimssýnar greint frá tilteknum málum á sérsviðum þeirra sem lúta að áherslum Heimssýnar.

Baráttan heldur áfram

Þótt umsóknin um aðild að Evrópusambandinu hafi verið stöðvuð hafa ýmis stjórnmálasamtök, hagsmunaðilar og forystumenn þeirra haldið fast við þá skoðun sína að halda beri umsókninni áfram, eða að framhald umsóknarinnar verði lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Heimssýn hefur lagt áherslu á að Alþingi afturkalli umsóknina um aðild að Evrópusambandinu frá 2009 formlega og afdráttarlaust. Umsókn um aðild að Evrópusambandinu frá 2009 var komin í þrot og ekki hægt að halda henni áfram, nema falla frá fyrirvörum Alþingis sem settir voru í þingsályktunartillögunni, m.a. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu ber að gera það áður en ný umsókn er send. Þar verði spurt: „Vilt þú að Ísland gangi í Evrópusambandið eða ekki?“

Inngönguskilyrði Evrópusambandsins liggja öll fyrir. Aðildarsamningum við ESB lýkur ekki fyrr en lög og reglugerðir Evrópusambandsins hafa verið innleiddar eða tímasett hefur verið hvenær það skuli gert. Ríkisstjórn Íslands verður síðan að skrifa undir samninginn og mæla með samþykkt hans, áður en hann fer til afgreiðslu Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ekkert til sem heitir „að kíkja í pakkann“

Sambandið er enginn „matseðill“ sem hægt er að velja af, sagði t.d. forseti framkvæmdastjórnar ESB við Breta. Mikilvægt er að gæta sín á þeim sem „bera kápuna lausa á báðum öxlum“ og tala tunguliprir um að „ljúka“ samningum. Staðreyndin er sú að aðildarsamningi við ESB er ekki hægt að ljúka af ESB hálfu fyrr en lög og reglugerðir Evrópusambandsins hafa verið innleiddar í íslensk lög eða tímasett hefur verið hvenær það skuli gert. Ríkisstjórn Íslands verður síðan að skrifa undir samninginn og mæla með samþykkt hans áður en hann fer til afgreiðslu Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þess vegna er svo hættulegt þegar heilir stjórnmálaflokkar og stór hagsmunasamtök hafa það á stefnuskrá sinni að „ljúka“ samningum um inngöngu í ESB. Það verður ekki gert nema að fella fyrst úr gildi fyrirvara Alþingis, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og samþykkja framsal á fiskveiðiauðlindinni til ESB.

Barátta Heimssýnar fyrir sjálfstæðu og áháðu Íslandi sem standi utan Evrópusambandsins mun því halda áfram. Framundan eru kosningar bæði til forseta lýðveldisins og síðan einnig til Alþingis. Brýnt er að samtökin Heimssýn og einstakir félagar hennar haldi uppi sem öflugastri kynningu og baráttu fyrir málstað hreyfingarinnar og sjálfstæði þjóðarinnar.

Komum baráttumálunum á framfæri

Mikilvægt er að koma baráttumálum Heimssýnar og áherslum að í kosningabaráttunni og halda fast að málum bæði við forsetaframbjóðendur og svo ekki síður að stjórnmálaflokkum og einstökum frambjóðendum þeirra í næstu alþingiskosningum. Það hyggst Heimssýn gera með fundum, spurningum til frambjóðenda og flokka, útgáfustarfi, auglýsingum og öðrum þeim leiðum sem tiltækar eru.

Stefnt er að því að gefa út kynningarblað með haustinu sem dreift verði á heimili landsins og í fyrirtæki. Þar verði baráttumál Heimssýnar rakin og rökstudd,

Við þökkum stuðninginn

Öll þessi starfsemi krefst fjármagns, en Heimssýn reiðir sig á framlög félagsmanna og styrki einstaklinga og fyrirtækja.

Gíróseðlar hafa nú verið sendir til félagsmanna í heimabanka þeirra, þar sem óskað er eftir stuðningi. Allir eru velkomninr að vera félagar i Heimssýn, óháð greiðslum til samtakanna. Er þess vænst að félagsmenn bregðist fljótt og vel við og leggi sitt af mörkum.

Þeir sem ekki fá gíróseðil eða aðrir sem vilja styrkja félagið með hærri upphæðum er bent á bankareikning Heimssýnar : kt. 680602-5810, bankareikningur 101-26-5810.

Virðingarfyllst og með baráttukveðjum,

fyrir hönd Heimssýnar,

Jón Bjarnsson formaður