AÐALFUNDUR – 15. NÓVEMBER

Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn í sal Þjóðminjasafnssins Sunnudaginn 15. nóvember kl. 13:30 og lýkur kl. 17:00. Á fundinum flytja ávörp Ragnar Arnalds, formaður, Styrmir Gunnarsson, Frosti Sigurjónsson, Brynja Björg Halldórsdóttir og Ásmundur Einar Daðason. Gerð verður grein fyrir starfsemi samtakanna á liðnu starfsári og fjallað um næstu skref. Tillaga liggur frammi um breytingu á lögum samtakanna sem hægt er að kynna sér nánar í fundarboði.

Félagar í Heimssýn eru nú orðnir liðlega 1600 talsins. Út um allt land hafa verið stofnuð svæðisfélög sem stýra baráttunni gegn ESB-aðild hvert á sínu svæði. Á aðalfundinum er stefna næsta starfsárs mótuð og félagar eru hvattir til að mæta, taka þátt í umræðum og starfinu framundan. Aldrei hefur verið brýnna en nú að leggja baráttunni gegn aðild Ísland að ESB lið.

Stjórn Heimssýnar.