Recent Posts

Fundur í dag: Er Noregur að snúa baki við EES?

Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB
(Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi í dag, 21. mars kl.
17:30 um breytta afstöðu í Noregi til EES-samningsins.

Á síðustu misserum hefur umræðan um EES í Noregi tekið nýja stefnu, bæði
hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, samtökum
og sérfræðingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst
með framkvæmd EES um árabil og skrifað greinar og skýrslur um
ýmis mál og rannsakað áhrifin af tilskipunum og öðrum
valdboðum frá EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um
þróunina í umræðunni og í framkvæmd EES-samningsins sem og um
mikil hagsmunamál á borð við 3. orkulagabálkinn. Hann
segir frá því hvernig umræðan um fullveldið og EES hefur þróast í
Noregi og fjallar um valkosti Noregs og þar með Íslands við
EES en breytingin sem verður með Brexit er síst minni fyrir Noreg
en Ísland.

Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í Evrópusambandið.

 

ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

 

Heimssýn, Frjálst land, Herjan og Ísafold

  1. Fullveldishátíð Heimssýnar á laugardag kl. 20:00 í Ármúla 4-6 Comments Off on Fullveldishátíð Heimssýnar á laugardag kl. 20:00 í Ármúla 4-6
  2. Opinn fundur um orkumál, ESB og Ísland Comments Off on Opinn fundur um orkumál, ESB og Ísland
  3. Haraldur Ólafsson kjörinn formaður Heimssýnar Comments Off on Haraldur Ólafsson kjörinn formaður Heimssýnar
  4. Aðalfundur Heimssýnar Comments Off on Aðalfundur Heimssýnar
  5. Aðalfundur Heimssýnar 1. mars 2018 Comments Off on Aðalfundur Heimssýnar 1. mars 2018
  6. Þjóðtungan og fullveldið Comments Off on Þjóðtungan og fullveldið
  7. Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar Comments Off on Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar
  8. Ný stjórn kjörin í Heimssýn Comments Off on Ný stjórn kjörin í Heimssýn
  9. Bréf til félaga í Heimssýn Comments Off on Bréf til félaga í Heimssýn