Stjórn Heimssýnar Skagafirði
Heimssýn Skagafirði, aðildarfélag Heimssýnar í Skagafirði var stofnað á opnum fundi um Evrópumál sem samtökin stóðu fyrir í Varmahlíð 14. júní 2009. Um fjörtíu manns sótti fundinn.
Frummælendur voru Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar, Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, Ragnar Rögnvaldsson, Rögnvaldur Ólafsson í Flugumýrarhvammi og Agnar Gunnarsson í Miklabæ. Miklar umræður urðu á fundinum um fyrirhugaða inngöngu Íslands í ESB og ríkti mikill einhugur á fundinum að standa bæri fast gegn þeim áformum. Sagt er ítarlega frá umræðum á fundinum í Bændablaðinu 25. júní s.l. Í lok fundarins voru eftirtaldir kjörnir stjórn til bráðabirgða fyrir aðildarfélag Heimssýnar í Skagafirði:
- Ingi Björn Árnason, Marbæli, formaður
- Þórarinn Magnússon, Frostastöðum
- Ágúst Guðmundsson, Sauðárkróki
Til vara:
- Gísli Árnason, Sauðárkróki
- Árni Gunnarsson, Sauðárkróki
- Agnar Gunnarsson, Miklabæ