Heimssýn Vestmannaeyjum

Stofnfundur Heimssýnar Vestmannaeyjum var haldinn þann 18. október 2009 og samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórn að draga aðildarumsókn sína tilbaka með eftirfarandi

Ályktun

Heimssýn Vestmannaeyjum skorar á ríkisstjórn Íslands að draga umsókn um aðildarviðræður við Evrópusambandið til baka. Í þeim efnahagslegu þrengingum sem Ísland á nú í þykir óhæft að standa í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Staða Íslands meðal annarra þjóða hefur boðið hnekki í efnahagshruninu og Íslendingar þar af leiðandi ekki í stakk búnir fyrir aðildarviðræður. Ennfremur telur hreyfingin að viðbrögð Evrópulanda við erfiðum aðstæðum á Íslandi sýni svo ekki verður um villst þá stöðu sem Ísland kemur ætíð til með að eiga í gagnvart Evrópusambandinu. Íslendingar verða ávallt fámenn þjóð andspænis stórum Evrópulöndum sem hika ekki við að beita sér gegn minni ríkjum í krafti stærðarinnar.

Stjórnarmenn Heimssýnar Vestmannaeyjum voru kjörnir eftirtaldir:

  • Páley Borgþórsdóttir, formaður.
  • Sólveig Adólfsdóttir, varaformaður.
  • Jórunn Einarsdóttir.
  • Sigurður E. Vilhelmsson
  • Borgþór Ásgeirsson

Varamenn:

  • Njáll Ragnarsson
  • Jónatan Guðni Jónsson