Heimssýn Vesturland, aðildarfélag Heimssýnar á Vesturlandi, var stofnað á opnum fundi um Evrópumál á vegum samtakanna sem fram fór á Bifröst 14. júní 2009.
Meðal frummælenda þar voru Gunnar Á Gunnarsson á Hýrumel, Eiríkur Bergmann á Bifröst og alþingismennirnir Vigdís Hauksdóttir, Ásmundur E. Daðason og Einar Kr. Guðfinnsson. Fundarstjóri var Sturla Böðvarsson fv. forseti Alþingis.
Í lok fundar var tekin mynd af bráðabirgðastjórn aðildarfélagsins en hana skipa f.v. talið
- Óðinn Sigþórsson Einarsnesi
- Þórólfur Sveinsson Ferjubakka,
- Magnús Þór Hafsteinsson Akranesi,
- Ingibjörg Konráðsdóttir Hýrumel
- Guðbrandur Brynjúlfsson á Brúarlandi