Aðildarviðræður Svíþjóðar og ESB voru ekki á jafnréttisgrundvelli

Göran von Sydow, sem starfar við sænska Evrópufræðasetrið, sagði á ráðstefnu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem haldin var í síðustu viku um ,,Þjóðir Evrópusambandsins – Fullveldi, sjálfsmynd, stjórnmál og almenningsálit”, og greint er frá í Fréttablaðinu í dag, að aðildarviðræður Svíþjóðar og Evrópusambandsins hafi ekki beinlínis verið á jafnréttisgrundvelli. ,,Slíkar viðræður snúist um að utanaðkomandi ríki lagi sig á einhvern hátt að reglum sambandsins.” Þetta er áhugavert í ljósi fullyrðinga aðildarsinna um að Evrópusambandið muni aðlaga sig að íslensku sjávarútvegsstefnunni. /JBL