Áhyggjufullir hestamenn

Fulltrúar Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að engin höft verða leyfileg á innflutningi lifandi dýra ef Ísland gerist aðildarríki sambandsins. Hestamenn hafa haft talsverðar áhyggjur af þessu og í grein í jólablaði Eiðfaxa má finna meðal annars eftirfarandi texta:

“Horfa verður til líðandi stundar. Forsvarsmenn hestamanna hafa bent á, að ef allt fer á versta veg, þá verði hægt að setja upp einangrunarstöðvar. En ég er hrædd um, að slíkar stöðvar samræmist ekki regluverki ESB og þar að auki myndu þær ekki hefta innflutning annarra hestakynja. Raunveruleikinn yrði sá, að hver sem er gæti flutt inn hross til landsins frá aðildarríkjum ESB. Einhliða bann af hálfu Íslands dygði ekki til. Viðkomandi fengi sér lögfræðing og kærði Ísland fyrir að brjóta grunnreglur ESB. Ein af meginreglum ESB er frjálst flæði á vöru milli aðildarríkjanna. Frá þeirri meginreglu hefur ESB aldrei vikið.”

Efni færslunar má finna á vefsíðu Eiðfaxa.