Andstaða við ESB-aðild vex, 64,5 prósent á móti

Normal 0 21 false false false IS X-NONE X-NONE MicrosoftInternetExplorer4 /* Style Definitions */ table.MsoNormalTable {mso-style-name:”Table Normal”; mso-tstyle-rowband-size:0; mso-tstyle-colband-size:0; mso-style-noshow:yes; mso-style-priority:99; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:””; mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt; mso-para-margin-top:0cm; mso-para-margin-right:0cm; mso-para-margin-bottom:10.0pt; mso-para-margin-left:0cm; line-height:115%; mso-pagination:widow-orphan; font-size:11.0pt; font-family:”Calibri”,”sans-serif”; mso-ascii-font-family:Calibri; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:”Times New Roman”; mso-fareast-theme-font:minor-fareast; mso-hansi-font-family:Calibri; mso-hansi-theme-font:minor-latin;}

Í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Heimssýn sögðust 64,5 prósent vera andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en 35,5 prósent fylgjandi, séu aðeins tekin svör þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti.
Könnunin byggir á 868 svörum sem aflað var mánuðina maí, júní og júlí. Spurningin var svohljóðandi: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?
Í sambærilegri könnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn og birt var í júní sögðust 57,3 prósent vera andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en 42,7 prósent fylgjandi.