Árni Páll hryggbrotinn í Brussel

Olli RehnEfnahags- og viðskiptaráðherra og formannsefni Samfylkingar, Árni Páll Árnason, heimsótti Brussel til að fá stuðning Evrópusambandsins við hraðferð Íslands inn í ESB annars vegar og hins vegar vilyrði fyrir inngöngu í evru-samstarfið áður en gjaldeyrishöftum verður aflétt af íslensku krónunni.  Yfirmaður viðskiptaskrifstofu ESB, Olli Rehn, sagði nei við Árna Pál. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins, sem að jafnaði tekur upp málstað aðildarsinna,

Engin leið er fyrir Ísland að taka upp evruna eða fá stuðning Evrópska seðlabankans við krónuna nema með Evrópusambandsaðild og því að uppfylla skilyrði fyrir upptöku evru, segir Olli Rehn, efnahags- og peningastefnustjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. ,,Það er ekki hægt að stytta sér leið,” sagði Rehn á fundi með fjölmiðlafólki eftir fund með Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, í Brussel í gær.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu steytti á skeri vegna þess að þjóðarvilji stendur ekki til þess að Ísland gangi í sambandið. Samfylkingin er ein stjórnmálaflokkurinn sem vill aðild og hann nýtur stuðnings fimmtungs þjóðarinnar.