Ásmundur og Unnur endurkjörin á aðalfundi

Þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Unnur Brá Konráðsdóttir voru endurkjörnir til forystu Heimssýnar á aðalfundi félagsins í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu þann 5. nóvember. Ný stjórn var jafnframt kjörin.

Á aðalfundinum voru eftirtaldir með erindi: Erna Bjarnadóttir hagfræðingur, Páll Hannesson stjórnmálafræðingur og Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður.

Fjörugar umræður voru í kjölfar framsöguerinda.