Aukin miðstýring í Evrópusambandinu

Angela Merkel með Evrópu í greipum sér.Angela Merkel kanslari Þýskalands boðar víðtækar breytingar á efnahagsstjórn evru-svæðisins, þar sem 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins eiga með sér myntsamstarf. Efnahagsstjórnunin felur í sér samræmd laun opinberra starfsmanna, lífeyrisaldur verði hækkaður og skatta- og félagsmálalöggjöf verði sameiginleg.

Der Spiegel segir frá tillögum Merkel sem formlega verða kynntar í næstu viku. Haft er eftir þýskum stjórnvöldum að öðrum þjóðum Evrópusambandsins verði boðið að taka þátt í nýrri efnahagsstjórn evru-ríkjanna. Tilboðið mun ekki vekja áhuga þjóða sem staðfastlega hafa neitað að taka upp evru, s.s. Breta, Svía og Dana.

Veik staða jaðarríkja evru-svæðisins, Grikkja, Íra, Spánverja og Portúgala er helsta ástæðan fyrir tillögum þýsku ríkisstjórnarinnar um nýskipan efnahagsmála álfunnar. Síðast þegar jafn víðtækt sameiginlegt efnahagskerfi var reynt í Evrópu var á dögum seinni heimsstyrjaldar þegar Þjóðverjar lögðu undir sig nær alla álfuna.

Tekið héðan.