Fréttablað Heimssýnar komið út

Heimssýn hefur gefið út 16 síðna fréttablað sem dreift var með Morgunblaðinu þann 11. nóvember sl. Í fréttablaðinu er fjöldi greina um stöðu aðildarviðræðna og margvíslegur fróðleikur, meðal annars um gjaldmiðlamál, Evrópusambandið og tengt efni.

Forsíðufréttin er sú að afgerandi meirihluti landsmanna vill draga umsóknina til baka. Hér er hægt að hlaða niður blaðinu í pdf útgáfu: Fréttablað heimssýnar nóvember 2012

Landbúnaðarstefna Evrópusambandsins hentar ekki hér á landi

Ólafur R. Dýrmundsson

Grein úr Bændablaðinu 14. júní 2012

Þátttaka mín í starfi Búfjárræktarsambands Evrópu (EAAP), allt frá 1976, sem tengiliður Íslands við sambandið frá 1977, og í stjórn þess frá 2009, hefur nýst mér og ýmsum öðrum með margvíslegum hætti, ekki síst vegna persónulegra sambanda við fjölda fólks í landbúnaðarstofnunum og ráðuneytum í mörgum Evrópulöndum. Nánar

ESB hjálpar ekki við afléttingu hafta

Hörður Ægisson ritar pistil í Morgunblaðið 12. mars.

“Það er óumdeilt að skaðsemi gjaldeyrishaftanna fyrir íslenskt efnahagslíf stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Trúverðug aðgerðaáætlun sem miðar að afnámi haftanna sem allra fyrst er því eitt brýnasta hagsmunamál Íslands um þessar mundir. Slík áætlun hefur enn ekki verið kynnt. Nánar

Hlutlægt og huglægt

Tómas Ingi Olrich

Eftir Tómas Inga Olrich – birtist í MBL 2. mars 2012

Í fyrradag sat sá, sem þetta ritar, fund svonefndrar Evrópustofu, sem kynnir sig sem hlutlæga upplýsingaveitu um málefni ESB. Nú er flestum ljóst að Evrópusambandið er ekki hlutlaus stofnun heldur hápólitísk. Þegar slík stofnun setur sér það markmið og þann metnað að stunda hlutlæga og ópólitíska upplýsingamiðlun, þá vekur slík yfirlýsing að sjálfsögðu spurningar, sem varða trúverðugleika. Nánar

Magnús Orri Schram telur evruna milda skuldakreppuna

Frosti Sigurjónsson

Eftir Frosta Sigurjónsson

Magnús Orri Schram þingmaður skrifaði grein í Fréttablaðið 23. febrúar til að andmæla þeirri útbreiddu skoðun að skuldakreppa evrópu sé nátengd evrunni.

“Ekki er hægt að tengja kreppuna evrunni, heldur frekar að ákveðin ríki í Evrópu standa frammi fyrir erfiðleikum meðal annars vegna óráðsíu í rekstri og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar bankakerfi, og verðhækkana á eignum knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum.” Skrifar Magnús Orri. Nánar

Ísland hefur neitunarvald gagnvart EES

Páll H. Hannesson

Eftir Pál H. Hannesson, félagsfræðing

Er Ísland nauðbeygt, skv. EES-samningnum, til að taka upp allar gerðir ESB sem taldar eru falla undir EES-samninginn? Svarið við þeirri spurningu er NEI, Ísland þarf ekki að taka upp allar slíkar gerðir. Þetta er mikilvægt að hafa í huga, því í umræðu á Íslandi um ESB og EES hefur hinu gagnstæða oft verið haldið á lofti. Afleiðing hefur orðið sú að opinber umræða um þá löggjöf ESB sem tekin er upp hér á landi í gegnum EES-samninginn hefur oft kafnað í fæðingu, – ef að við höfum ekki möguleika til að andæfa lagaflaumnum, af hverju þá að eyða tíma í að ræða upptöku einstakra gerða? Nánar

Er um eitthvað að semja?

Eftir Hermann Aðalsteinsson bónda, Lyngbrekku – Birtist í Bændablaðinu 16.2.2012

Margir halda að Ísland standi í samningaviðræðum um aðild að ESB. Bara svona að kíkja í pakkann dæmi og sjá hvað er í boði, og ef okkur líst ekki á það sem er í boði getum við hætt við aðild og fellt hugsanlegan samning í þjóð-aratkvæðagreiðslu. Þetta er mikill misskilningur. Eina leið Íslands til þess að fá aðild að ESB er með fyrirfram aðlögun á því regluverki ESB, sem við höfum ekki þegar tekið upp vegna EES-samningsins, áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild kemur. Nánar

Tálbeitan sem fáa lokkar lengur

Ragnar Arnalds

Eftir Ragnar Arnalds – birtist í MBL 16. febrúar 2012

Margir hafa verið ginnkeyptir fyrir upptöku evru. Það er skiljanlegt með hliðsjón af þeim miklu sveiflum sem verið hafa á íslensku krónunni. En fæstir hafa áttað sig á því að þegar mörg ríki sem búa við mjög mismunandi aðstæður taka upp sameiginlegan gjaldmiðil myndast fyrr en síðar háskalegt misvægi, vegna þess að sömu vextir og gengi henta ekki öllum ríkjunum. Nánar

Sérfræðingar um framtið evrunnar: Hún á enga

G. Tómas Gunnarsson skrifar

Á vefsvæði Breska blaðsins The Independent má í dag finna stutt álit ýmissa hagfræðinga og stjórnmálamanna um framtíð eurosins, undir fyrirsögninni: “The experts’ view on the euro’s future: it doesn’t have one.”

Álitin eru fengin úr greinum og viðtölum sem finna má í blaðinu (en ég gat ekki fundið á vefsvæðinu) við þekkta hagfræðinga og stjórnmálamenn. Flestir þeirra voru svartsýnir á framtíð eurosvæðisins, þó að þeir telji að Grikklandskrísan verði því ekki að falli. Þeir virðast telja hinn nýja “Mánudagssáttmála” (EFC – European Fiscal Compact) “Sambandsins” illframkvæmanlegan. Þeir tala um of harðan niðurskurð, sem hamli vexti og ekkert hafi verið gert til að leysa jafnvægis og samkeppnisvanda innan myntbandalagsins. Nánar