Martröð unga fólksins

Eftir Tómas Gunnarsson:

Um áramót mældist atvinnuleysi í eurolöndunum 10.4%. Eftir því sem mér skilst er það mesta atvinnuleysi sem hefur mælst á svæðinu síðan euroið var tekið upp. Yfir 23. milljónir manna eru án atvinnu í Evrópusambandinu. Þar er atvinnuleysið rétt um 10%. Margir hagfræðingar spá því að það verði komið í 11% um mitt þetta ár. Nánar

Evrópusambandið og veruleikinn

Halldóra Hjaltadóttir

Eftir Halldóru Hjaltadóttur – birtist í MBL 23. jan 2012

Ísland er eitt margra landa sem mynda Norðurálfu. Álfan er ekki eitt land, ekki samofin heild og getur aldrei orðið eitt land þrátt fyrir drauma hugsjónamanna. Löndin eru mörg og hvert öðru ólík. Þau hafa sína eigin menningu, sitt eigið tungumál, jafnvel sína eigin þjóð og sál sem aldrei verður föl.

Fæðing Evrópusambandsins var á sínum tíma fallegur draumur manna sem þráðu frið og efnahagslegan stöðugleika. Þeir ákváðu þó í fyllingu tímans að færa þetta efnahagsbandalag í átt til sambandsríkis, þvert á vilja almennings í aðildarríkjunum. Nánar

Evrugeddon – Lærum af reynslu Grikkja

Gústaf Adolf Skúlason

Gústaf Adolf Skúlason skrifar – birtist í MBL 20. jan 2012

Afleiðing af upptöku evrunnar og inngöngu Grikkja í ESB er harmleikur. Reiðin beinist gegn einveldisstjórn ESB, fremst Þýskalandi og Frakklandi: “Brauð, heilsa, frelsi!” hrópar fólkið og “þjófar!” að stjórnmála- og þingmönnum.

Í athyglisverðri heimildarmynd blaðakonunnar Alexöndru Pascalidou í sænska sjónvarpinu við nýár var raunveruleiki Grikkja sýndur. Eftir þáttinn styrktu margir Svíar barnaheimili SOS í Grikklandi en þangað er komið með börn, sem ekki fá mat heima fyrir. Vonandi þorir íslenska sjónvarpið að sýna þessa mynd. Nánar

Könnun: 52% vilja ekki taka upp evru

52% aðspurðra eru andvígir því að taka upp evru samkvæmt könnun MMR fyrir Andríki sem gerð var dagana 12. til 17. janúar sl.

Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að Ísland taki upp evru sem gjaldmiðil landsins?

Niðurstöðurnar eru afgerandi. Aðeins 28% landsmanna eru frekar eða mjög fylgjandi því að taka upp evru. Tæp 52% eru því frekar eða mjög andvíg. Fimmtungur segist hvorki fylgjandi né andvígur. Af þeim sem afstöðu taka eru 65% andvígir upptöku evru, en 35% fylgjandi.

Örlagatímar í ESB – Danir í forystu

Þegar Danir taka við formennsku innan Evrópusambandsins, stjórna ráðherrafundum þess og móta pólitískar áherslur er þeim talið til tekna að standa utan evru-samstarfsins, fyrir bragðið sé auðveldara en ella fyrir þá að leiða þjóðir sambandsins utan og innan evru-svæðisins til samstarfs. Jafnframt er talið í dönskum blöðum að verulega muni reyna á hæfni danskra forystumanna af því að nú gangi Evrópusambandið í gegnum mestu erfiðleika í 53 ára sögu sinni. Nánar

Áskorun til Íslendinga

 Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópusambandsþinginu skrifar:

Kæru Íslendingar! Ég geri mér fulla grein fyrir því að þið standið nú frammi fyrir mjög erfiðum tímum – við stöndum raunar öll frammi fyrir mjög erfiðum tímum – en engir erfiðleikar eru svo miklir að aðild að Evrópusambandinu geti ekki gert þá verri. Ég skil vel að þið séuð í sárum og finnist þið standa ein á báti. Þið hafið fulla ástæðu til þess eftir ömurlega framkomu Gordons Browns í ykkar garð. En ef þið bregðist við með því að leggja niður lýðræðið ykkar og sjálfstæði þá festið þið ykkur í sömu vandamálum og þið eruð í núna um alla framtíð. Nánar

Undanþága frá stórríkinu?

Hjörtur J. Guðmundsson, fyrrum stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum skrifar:

Margir þeirra sem vilja að Ísland verði hluti af Evrópusambandinu hafa verið iðnir við að fullyrða að fást muni undanþágur frá hinu og þessu í aðildarviðræðum við sambandið, þá einkum í sjávarútvegsmálum. Þessu hafa þeir lengi haldið blákalt fram þrátt fyrir að ráðamenn innan Evrópusambandsins hafi ítrekað sagt á undanförnum árum að varanlegar undanþágur séu ekki í boði af hálfu sambandsins enda hvorki vilji né fordæmi fyrir slíku. Nú síðast kom þetta fram í viðtali sem Fréttablaðið tók við Olli Rehn, stækkunarkommissar Evrópusambandsins, þann 8. nóvember sl. Nánar

Greinasafn eftir Björn Bjarnason

Atli Harðarson, heimspekingur skrifar:

Björn Bjarnason hefur sérstöðu meðal íslenskra stjórnmálamanna fyrir óvenjulega skarpskyggni og rökfestu. Þessi kostir hans njóta sín vel í greinasafninu Hvað er Íslandi fyrir bestu? sem út kom hjá Bókafélaginu Uglu fyrir fáeinum dögum síðan.

Í bókinni eru 13 greinar sem allar fjalla um samband Íslands við Evrópusambandið. Sú elsta er frá árinu 2003 og sú nýjasta var rituð í desember 2008. Nánar

Íbúar ESB-ríkja ósáttir við ástandið

Á síðustu misserum hefur verið gífurleg óánægja með ástand efnahagsmála meðal íbúa ESB-ríkjanna. Víða um Evrópu hefur almenningur farið á götur borga og bæja til þess að krefjast umbóta, og hafna aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.

Írland – Mótmæli voru haldin 6. desember í því skyni að andmæla kröfum ESB um aðhaldsaðgerðir. Margir telja þetta byrjun á herferð sem mun leiða til að þjóðaratkvæðagreiðsla þarlendis mun eiga sér stað um samning um samruna fjárlagagerðar ESB-ríkjanna. Nánar

Er búið að bjarga evrunni?

Erindi á fundi Heimssýnar í Háskólanum, Háskólatorgi 101, 15. desember 2011 eftir Stefán Jóhann Stefánsson

Um höfundinn: Stefán Jóhann Stefánsson er hagfræðingur, var lengi formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, í framkvæmdastjórn (varafulltrúi vegna kynjakvóta) og flokksráði Samfylkingar og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Nánar