Aðalfundur Heimssýnar

Heimssýn heldur aðalfund 12. desember á Thorvaldsen bar á Austurstræði kl. 20:00.
Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga. 3. Umræður um skýrslu og reikninga. 4. Kosning stjórnar fyrir næsta starfsár og tveggja endurskoðenda. 5. Ákvörðun árgjalds. 6.Önnur mál.

Um 80% kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks andvígir ESB-aðild

79 prósent kjósenda Framsóknarflokksins eru andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu og 80 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru andvíg aðild. Hlutfall andvígra í VG er 62 prósent. Kjósendur Samfylkingarinnar eru minnsti hópurinn sem er andvígur aðild, eða 12 prósent.

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur aðild að Evrópusambandinu, eða 57,6 prósent. Hlynntir aðild eru 27,3 prósent, hlutlausir eru 15 prósent. Ef aðeins er reiknað með þeim sem tóku afstöðu þá eru 68 prósent andvígir en 32 prósent hlynntir.

Gallup gerði netkönnun fyrir Heimssýn. Úrtakið var 1450, fjöldi svarenda 848 eða 58,5 prósent. Spurningin var ,,Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu?”

Staðfesta í afstöðu fólks var mæld með svarmöguleikunum ,,Að öllu leyti,” ,,Mjög” eða ,,Frekar” hlynnt(ur) eða andvíg(ur). Kjósendur Framsóknarflokksins voru harðir í afstöðu sinni; 42 prósent sögðust að öllu leyti andvíg, 18 prósent mjög andvíg og álíka stórt hlutfall var frekar andvígt. Af þeim 11 prósentum kjósenda Framsóknarflokksins sem voru hlynnt aðild, sögðust aðeins 3 prósent vera að öllu leyti eða mjög hlynnt aðild en 8 prósent frekar hlynnt.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins sýna áþekka staðfestu í andstöðunni við ESB-aðild. Af 80% sem eru andvígir eru 43% að öllu leyti andvígir, 20 % mjög og 17% frekar á móti aðild. Álíka hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynnt ESB-aðild eða 12%. Af þeim eru 8% frekar hlynnt en aðeins 4% eru eindregnir aðildarsinnar, segjast alfarið hlynnt eða mjög hlynnt.

Kjósendur VG, sem almennt hafa orð á sér að vera afgerandi i afstöðu til pólitískra álitamála eru á hinn bóginn tvístígandi í andstöðu sinni. Af þeim 62% sem segjast andvígir eru 16% alfarið, 21% mjög og 25 frekar andvíg aðild. Óskýr skilaboð frá flokksforystunni gerir almenna kjósendur VG ráðvillta.

Kjósendur Samfylkingar, sem hlynntir eru aðild, um 70%, skiptast í 3 álíka hópa mælt í staðfestu (23% eru alfarið, 25 mjög og 22 frekar hlynnt). Um 18% kjósenda flokksins eru ekki með afstöðu og 12 prósent eru á móti ESB-aðild.

Allar kannanir sem gerðar hafa verið eftir að umsókn um ESB-aðild var send sumairð 2009 sýna andstöðu meirihluta þjóðarinnar.

Heimssýn ályktar: sendiherra Þýskalands virði lýðræðið í landinu

Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen, skrifar grein í Morgunblaðið í gær þriðjudaginn 22. maí þar sem hann gerir tilraun til að réttlæta afskipti Evrópusambandsins af íslenskum innanríkismálum. Sendiherrann skrifar:

,,Ásökunin um afskipti af innanríkismálum er röng þegar af þeirri ástæðu, að aðildarviðræðurnar eru ekki innanríkismál, heldur hluti af utanríkisstefnu bæði Íslendinga og ESB.”

Framkvæmdastjórn Heimssýnar telur þessa túlkun sendiherra Þýskalands vera tilraun til að sniðganga lagaákvæði 1. tl. 41. gr laga nr. 16/1971 Lög um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmálasamband en þar stendur:

,,Það er skylda allra þeirra, sem njóta forréttinda og friðhelgi, að virða lög og reglur móttökuríkisins, en þó þannig að forréttindi þeirra eða friðhelgi skerðist eigi. Á þeim hvílir einnig sú skylda að skipta sér ekki af innanlandsmálum þess ríkis.”

Framkvæmdastjórn Heimssýnar áréttar að lýðræðislegar kosningar eru fyrst og fremst innanríkismál og þær hætti ekki að vera það þótt þær fjalli í einhverjum tilvikum um utanríkismál.

Heimssýn hefur ákveðið að bjóða þýska sendiherranum til fundar þar sem fjallað verður um mikilvægi þess að þjóðin hafi ráðrúm til að komast að sjálfstæðri niðurstöðu í þessu stóra máli.

Heimssýn fagnar því að kjósendur hafi góðan aðgang að hlutlausum upplýsingum um ESB og að innlendar fylkingar setji fram sín rök með og móti aðild. En hundruða milljóna kynningarátak ESB á kostum aðildar er ekkert annað en óheft inngrip fjársterks hagsmunaaðila sem skekkir jafnréttisgrundvöll hins beina lýðræðis.

Framkvæmdastjórn Heimssýnar hvetur íslensk stjórnvöld til að standa vörð um lýðræðið og hafna því áliti þýska sendiherrans að Evrópusambandið eigi íhlutunarrétt í íslensk innanríkismál.

Kreppa ESB er kerfislæg

eftir Þórarin Hjartarson

Kosningarnar í Frakklandi og  og óljós loforð sósíalistans Francois Hollande um að auka skuli umsvif hins opinbera hefur glætt umræðuna um kreppuviðbrögð Evrópusambandsins.

Vinstrisinnaðir ESB-sinnar hafa löngum stillt evrópsku efnahagskerfi  upp sem skynsamlegum kapítalisma og „velferðarkapítalisma“, eðlisólíkum hinum ameríska, stjórnlausa. Í upphafi fjármálakreppunnar 2008 hældust þeir yfir hinu stýrða markaðskerfi með ríkisafskiptum hér austanhafs. Töldu að það myndi ekki lenda í forarvilpum frjálshyggjunnar í  „villta vestrinu“. Nánar

Fullveldið, makríllinn og ESB

eftir Ásmund Einar Daðason formann Heimssýnar

Makríllinn hóf göngu sína á Íslandsmið fyrir nokkrum árum og skýrist það líklega af langtímabreytingum á veðurfari. Árið 2011 voru útflutningsverðmæti makríls 24 milljarðar króna. Aðeins þorskurinn skilaði þjóðinni meiri verðmætum úr sjó. Ísland stendur nú í deilu við Evrópusambandið vegna makrílsins.

Lengi vel tregðaðist sambandið við að viðurkenna fullveldisrétt Íslendinga og vildi einhliða skammta okkur hlutdeild í veiðunum. Möguleg skýring á afstöðu Brusselmanna er að ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Evrópusambandinu. Pólitísk framtíð annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, er háð því að Ísland verði aðili að ESB. Nánar

ESB-aðild í viðtengingarhætti

Einhverjir hafa haldið því fram að Ísland hefði farið betur út úr hruninu ef
landið hefði verið í ESB og með evru. Slíkt er mikill misskilningur. Vangaveltur um hvað hefði gerst ef eitthvað hefði verið öðruvísi geta verið
áhugaverðar og þótt þær segir ekkert til um hlutina með vissu þá er hægt að
leiða líkum að því hvað hefði getað gerst.

Ef við hefðum verið með evru?
Það má t.d með rökum halda því fram að ef Íslendingar hefðu verið með evru í hruninu hefðu bankarnir líklega verið meiri að umfangi því stjórnendur þeirra töldu krónuna takmarka starfsemi þeirra og svigrúm til vaxtar og viðgangs. Nánar

Íslensk stjórnvöld tefja ESB-ferlið

Steingrímur J. segist vilja flýta viðræðum við ESB en það er blekking.

Timo Summa sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi hefur sagt að íslensk stjórnvöld ákveði sjálf hraða viðræðnanna um aðild að ESB. Viðmið fyrir viðræður við þjóð sem á aðild að EES-samningnum líkt og við er eitt og hálft ár eða 16-18 mánuðir.

Umsókn Íslands var send í júlí 2009 eða hálfu þriðja ári, 30 mánuðum.

Íslensk stjórnvöld teygja lopann í viðræðum við ESB; Samfylkingin vegna þess að hún vill eiga til góða ófullgerðan samning við næstu kosningar og VG vegna þess að flokkurinn myndi endanlega klofna þegar samningur lægi fyrir.

Jón Bjarnason: ESB-styrkir eru mútufé

ESB- sinnar sækja nú hart á  Alþingi að samþykkja heimildir til að taka á móti ca 5 milljarða sérstökum beinum fjárstuðning (IPA) við Ísland til þess að tryggja að íslensk stjórnsýsla og stofnanir verði tilbúin til að yfirtaka allt regluverk ESB við lok samningsgerðar. Ráðstöfun þessa fjár skal njóta víðtækra skattfríðinda hér á landi..

Fjárstuðningurinn dreifist á næstu þrjú ár, en á þeim tíma á að ljúka samningsferlinu og aðlögun Íslands að ESB.

Mér kemur ekki á óvart  brennandi áhuga Samfylkingarinnar í að þiggja þessar fjárgjafir. En þeim mun mikilvægara er að þingmenn VG standi í lappirnar og komi í veg fyrir slíka mútuþægni.

Nánar

Evran: smíðagalli, ofurtrú eða svik? Kostir Íslands

Erindi á fundi Heimssýnar á Húsavík, 14. janúar 2012
Stefán Jóhann Stefánsson

Mér flaug í hug skipið Titanic þegar ég var að hugsa um Gjaldmiðilsbandalag Evrópu um daginn. Það er kannski ekki svo margt líkt með þessu tvennu. Og það er kannski ósanngjarnt að bera þetta saman. Samt hafa ýmsir sagt að það að ætla sér að ganga í ESB og taka upp evru væri eins og ef skipverjar á gömlu, en samt vel sjóhæfu skipi stykkju frá borði og klifruðu um borð í hið sögufræga farþegaskip,Titanic, eftir að það hafði rekist á ísjaka. Og ég hugsaði með mér: Er eitthvað líkt með þessu sögufræga skipi og þessari sögufrægu tilraun til að samhæfa peningamál í Evrópu með því að taka upp einn gjaldmiðil fyrir álfuna í stað margra?

Nánar