Bandaríki Norðurlanda

Bandaríki Norðurlandanna fimm myndi vera 11ta stærsta efnahagsveldi heimsins með meiri þjóðarframleiðsu en Indland, Rússland og Suður-Kóre. Norðurlöndin þurfa að sameina kraftana tiil að gera sig gildandi á heimsvísu. Á þessa leið rökstyður sænski sagnfræðingurinn Gunnar Wetterberg niðurstöður bókar sem Norðurlandaráð gerir að árbók sinni og verður kynnt í næsta mánuði.

Wetterberg bendir á að hvert um sig eru Norðurlandaþjóðirnar háðar tiltölulega einhæfu efnahagslífi; Norðmenn olíunni, Finnar Nokia, Svíar bílaiðnaðinum og Íslendingar sjávarútvegi. Saman yrðu Norðurlöndin aftur fjölhæft efnahagslíf sem hvorttveggja væri nægilega sveigjanlegt til að mæta niðursveiflum í einstöku greinum en jafnframt nógu öflugt til að vera í fremstu röð á alþjóðavísu.

Rannsóknir og þróun er sá vettvangur sem Wetterberg telur að verði vaxtarbroddur framtíðarinnar og þar gæti ríki 25 milljónir íbúar Bandaríkja Norðurlanda verið í fremstu röð.

Wetterberg leggur áherslu á að Bandaríki Norðurlandanna verði ekki sambandsríki í ætt við Evrópusambandið heldur taki fyrirkomulagið fremur miið af Sviss þar sem kantónur, eða fylki, eru sjálf sín ráðandi en eiga sameiginlega hlutdeild í landsstjórninni samkvæmt skýrum reglum.

Hér er umfjöllun um væntanlega bók Wetterberg.