Björgun Evrunnar?

eftir Ásgeir Geirsson, varaformann Ísafoldar – félags ungs fólks gegn ESB-aðild

Evrópusambandið einkennist nú á dögum af óstöðugleika Evrunar. Angela Merkel og Nikolas Sarkozy fremstu menn þeirra þjóðríkja sem hafa hve mest vægi þjóðríkja innan vébanda Evrusvæðisins funda á viku fresti vegna óstöðugleikans. Út frá því spyr maður sjálfan sig, hvað um hin 15 ríkin sem hafa beina hagsmuni af þessum sameiginlega gjaldmiðli meginhluta Evrópusambandsins. Bretar hafa nú þegar ákveðið að segja sig frá þeirri nefnd er snýr að sambandinu sjálfu. Þó virðist sem markaðir virði þennan óstöðugleika lítils. Hvernig má það vera?

Evrópusambandið er sögulega á einkar áhugaverðum stað, þar sem nokkrar hugmyndir að lausn hafa komið fram  um björgun Evrunnar.  Í fyrsta lagi: Að auka vægi Seðlabanka Evrópu og gera hann að miðlægum banka alls þess svæðis sem um ræðir. Slíkt þýðir að vald er tekið frá  þjóðríkjum  og þeim meinað að hafa þá peningastefnu sem ríkin hafa beitt sjálf. Það er í eðli sínu afsal á völdum ríkja til að mynda sína eigin peningastefnu og dreifingu þeirra auðæfa sem ríkin búa að. Völd hins samevrópska seðlabanka minnkar vægi þeirra þjóðríkja sem standa á bak við evruna. Það í eðli sínu er framsal fullveldis og þeir sem eru hrifnir af þjóðríkjunum koma aldrei til með að hugnast þetta fyrirkomulag.

Tvískipting Evrópusambandsins: Mikil festa í peningamálum verður að vera til staðar til þess að ríki standist kröfur sambandsins til að fá að taka upp  Evru sem gjaldmiðil. Hér um ræðir sáttmála sem kallast Samstarf Evrópskra Seðlabanka (ESCB) sem öll ríki verða að ganga að við upptöku Evru. Þróunin virðist vera sú að kröfur þess sáttmála muni verða hertar fremur en linaðar. Til eru ríki sem hafa hafnað Evru, lönd á borð við Svíþjóð, Danmörku og Bretland. Taka verður þó tilit til þess að Sænska og Danska krónan eru beintengdar Evrunni í gegnum skriffinskuhandahlaup hagfræðinga og viðskiptafræðinga Evrópusambandsins. Þegar öllu er á botnin hvolft virðist sem auknar kröfur um forsendur  fyrir upptöku þessa gjaldmiðils  valdi því að verði torveldara fyrir ríki að ná þeim stöðugleika sem á væntanlega í náinni framtíð teljast æskileg til upptöku Evru. Þó kjósa þeir sem vilja viðhalda Evruni að líta ekki til þess grundvallar sjálfsstæðis hvers ríkis fyrir sig og hverfa aftur til þess sem var. Slíkt myndi fela í sér framsal á valdi Seðlabanka Evrópu aftur til þess þjóðríkja er byggja Evrópusambandið. Það gæti verið lausn á þeim yfirstandandi vanda, en menn sem stunda viðskipti á vettvangi Evrópu eru því gersamlega óssamála. Fljótandi gjalmiðill sem rekin er beint á eigin forsendum hvers ríkis fyrir sig hefur fáa kosti. Sjónarmið viðskiptamannana er ágætt út af fyrir sig en það verður þó væntanlega að lúta því að það sé sameiginleg peningastefna í álfunni eins og hún leggur sig. Því nú eiga mörg lönd sem þó ekki eru komin með Evru eða eru ekki hluti af sambandinu sjálfu engra annarra kosta völ heldur en hlaupa með Seðlbanka Evrópu og lúta hans stefnu í einu og öllu. Hví að flýta framsali á fullveldi til að bjarga þessu stóra vandamáli sem evran hefur lennt í ?

Hví eiga þau ríki sem hafa gætt sín í peningamálum að bjarga þeim sem hafa farið óvarlega?

Það hefur sýnt sig að Evran getur ekki staðið án sameiginlegrar peningastefnu og aukins miðlægs kerfis á vettvangi Seðlabanka Evrópu. Fjárfestar og fjármálakerfi Evrópu telja þann kost sem felst í upplausn Evrunar ekki fýsilegan þar sem slíkt myndi hafa gríðarleg áhrif á innri starfsemi fjármálakerfisins þar sem mestur hluti viðskipta fer nú fram í Evrum. Gamla fyrirkomulagið sem var við lýði fyrir tilkomu Evrunar, var nokkuð áhugavert þar sem þá fóru viðskiptin fram með Ameríska Dollaranum. Væri slæmt að fara aftur inn í slíkt umhverfi? Vissulega er staðan á þeim gjaldmiðli ekki góð sem stendur en sú leið myndi þó ekki afsala ríkjum sitt fullveldi, á sama hátt og Evran hefur fyrir hvert ríki fyrir sig.

Nú spyr ég: Er sú aukna miðlæga stjórnsýsla sem felst í því að flytja vald frá þjóðríkjunum sem halda Evrunni uppi í Seðlabanka Evrópu æskileg þróun? Talsmenn þeirra sem halda vilja uppi heiðri Evrópusambandsins hér á landi hafa ekki hafnað þessari leið til björgunar Evrunar. Hvar viljum við hafa grundvallar penninga valdið og grundvallar ákvarðanatöku er snýr að þeirri peningstefnu sem er viðhöfð hverju sinni? Ég kýs fremur að lúta þeirri peningastefnu sem þjóðríkið setur sér fremur en því miðlæga kerfi sem farið er fram  á vettvangi Evrópusambandsins. Við verðum einnig að taka tilit til þess að staða þjóðríkjana virðist fara vesnandi. Má þar nefna lánshæfismat níu Evrópuríkja þar sem Frakkland fer fremst á meðal “jafningja”. Höldum völdunum heima og stígum varlega til jarðar þegar kemur að þeim gjaldmiðli sem snýr að Evrópu umræðunni. Sá óstöðugleiki innnan vébanda sambandsins er ekki til þess fallinn að vekja traust á því öngþveiti sem virðist vera í gangi á þessari stundu. Lausn þeirra verður að auka vægi seðlabankans og taka þar með fram fyrir hendurnar á stjórnvöldum þjóðríkjanna í mótun peningastefnu.

Greinin var birt í Morgunblaðinu fimmtudaginn 2. febrúar 2012