Blaðamenn í Brusselboðsferð

Evrópusambandið eyðir árlega um 2 milljörðum evra (300 milljarðar króna) í upplýsingastarf. Framkvæmdastjórnin viðurkennir að ekki er um hlutlausar upplýsingar að ræða. ,,Upplýsingamiðlun af hálfu Evrópusambandsins getur ekki verið takmörkuð við veita aðeins upplýsingar,” segir í útgáfu ESB.

Í síðustu viku var 15 írskum blaðamönnum boðið til Brussel til að ,,upplýsa” þá um ýmsa þætti í starfsemi Evrópusambandsins. Dálkahöfundurinn Mary  Ellen Synon, sem býr í Brussel og skrifar reglulega um málefni ESB, slóst í för með írsku blaðamönnunum og skrifar um reynslu sína á Mail Online.

Írsku blaðamennirnir bjuggu á glæsihóteli sem kostar 45 þús. kr. nóttin og fengu jafnframt dagpeninga frá Evrópusambandinu. Á móti góðum viðurgjörningi viildi sambandið að fulltrúar fjölmiðla tækju jákvætt í þá söguskýringu að evran hefði ekkert með kreppuástandið á Írlandi, Grikklandi og víðar að gera. Embættismenn í Brussel líta þar öðrum augum á stöðu mála en þorri hagfræðinga, sem telja lága vexti evrusvæðisins undanfarin ár hafa búið til fasteignabólu á Írlandi og talið Grikkjum trú um að fjármál hins opinbera mætti láta reka á reiðanum.

Írskir Evrópuþingmenn voru hafðir til sýnis fyrir landa sína úr fjölmiðlastétt. Laun þeirra eru langtum hærri en gengur og gerist á þjóðþingum aðildarríkja og þar af leiðir að samstaða þeirra liggur ekki með almenningi heima fyrir heldur starfsfélögum í Brussel. Mary Ellen leyfði sér að spyrja hvort það væri við hæfi að hækka risnu Evrópuþingmanna um 85 prósent á með blóðugur niðurskurður ætti sér stað í þjóðríkjum sambandsins. Þingmennirnir þvertóku fyrir að hafa fengið hækkun og málið var dautt á blaðamannafundinum. Nokkru síðar viðurkenndi einn írsku þingmannanna að hækkunin verið leyfð.

Í fyrirsögn á umfjöllun sinni spyr Mary Ellen hvort Evrópusambandið hafi keypt sér já-atkvæði írsku þjóðarinnar þegar Lissabon-sáttmálinn var samþykkur í kosningum eftir að hafa verið felldur einu sinni. Í framhaldi má spyrja hvort Evrópusambandið hyggst kaupa atkvæði Íslendinga – ef og þegar að því kemur að við greiðum atkvæði um aðildarsamning?