Bolkestein lýsir efasemdum um að evran eigi framtíð fyrir sér

Frits Bolkestein, fyrrverandi yfirmaður innri markaðsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lýsti efasemdum sínum um að evran ætti framtíð fyrir sér til lengri tíma litið í ræðu sem hann hélt á fundi í London með hollenskum fyrirtækjastjórnendum sl. miðvikudag (26. janúar). Sagðist hann telja að evran myndi standa frammi fyrir mikilli prófraun eftir um áratug þegar líklegt væri að ýmsar aðildarþjóðir Evrópusambandsins stæðu frammi fyrir því að þurfa að standa undir langtum meiri lífeyrisskuldbindingum en til þessa vegna hækkandi meðalaldurs þeirra.

Að mati Bolkestein munu þau ríki sem þannig er ástatt um neyðast vegna pólitísks þrýstings til að taka fleiri lán og auka fjárlagahalla sinn sem aftur leiði til alvarlegra afleiðinga fyrir vexti og verðbólgu. Ekki bætti úr skák að aðildarríki evrusvæðisins, aðallega þau stærri, virtu að vettugi reglur svæðisins um lágmarksfjárlagahalla.

Heimild:
Ex-commissioner questions survival of euro (EUobserver.com 26/01/06)